is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26213

Titill: 
  • "Má ég bara vera aðeins lengur" um skjánotkun 10-12 ára barna
  • Titill er á ensku Smartphones need smart users : Internet and screenuse among 10-12 year olds
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Netið býður upp á marga möguleika og flestir nota það daglega í lífi og starfi, börn eru þar engin undantekning. Mörg eignast sitt eigið tæki sem hægt er að tengjast netinu í kringum tíu ára aldur og er netið þá orðið hluti af þeirra daglega lífi. Í þessari ritgerð er farið yfir netnotkun barna á aldrinum 10-12 ára búsettum á Íslandi, hvaða hættur steðja að börnum við notkunina og gefin góð ráð til foreldra. Meginmarkmiðið með ritgerðinni var að finna út hve lengi börn á þessum aldri eru fyrir framan skjá daglega, hvort sem um ræðir tölvuskjá, sjónvarpsskjá eða snjalltækjaskjá og til að sjá hvort sá tími hafi lengst frá árinu 2011 til ársins 2015. Ljóst er að á þessum fjörum árum hefur mikið breyst og aðgengi að tækjum og netinu aukist til muna. Helstu niðurstöður sýna að flest börn á þessum aldri nota netið daglega, skjánotkun hefur ekki aukist mikið milli áranna, en strákar eru marktækt meira en stelpur á þessum aldri fyrir framan skjá, bæði árin. Notkunin hefur breyst á þessum tíma, ný tæki til staðar árið 2015 sem ekki voru árið 2011. Viðfangsefnið býður upp á marga möguleika til frekari rannsókna og mikilvægt að skoða áfram þar sem sífellt koma fram nýjar kynslóðir forrita og tækja.
    Lykilorð: netið, börn, skjátími, samfélagsmiðlar, foreldrar

Samþykkt: 
  • 4.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26213


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKASKIL_Sólveig_Karlsdóttir.pdf1.33 MBLokaður til...24.08.2022HeildartextiPDF
solveig_21.8.2018_yfirlysing_Skemmulokun_til_2020.pdf396.84 kBLokaðurFylgiskjölPDF
Yfirlysing Solveig 2020.pdf405.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF