is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26216

Titill: 
  • Vendinám : hvað er það og hvernig er hægt að byrja? : opnun vendinámstorgs á Menntamiðju
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með verkefninu var að skoða vendinám (e. flipped learning) hjá framhaldsskólakennurum sem hafa reynslu af því að nota það í sinni kennslu. Leitast var við að svara rannsóknarspurningunum þremur: Hver er reynsla framhaldsskólakennara sem hafa notast við vendinám? Hvernig er þeirra kennslu háttað? Og hvaða upplýsingar væri gott að hafa aðgengilegar til þess að setja á vendinámstorg?
    Tekin voru viðtöl við nokkra framhaldsskólakennara og í þeim kom fram að vendinám snýst um það hvernig tíminn með kennaranum er best nýttur. Kennarinn skiptir um hlutverk og tíminn er nýttur í vinnu þar sem að nemendur eru virkir. Einnig kom fram að vendinám er öflug leið til þess að auka virkni nemenda í tímum og mynda svigrúm til aukinna samskipta milli nemenda og kennara. Þegar rætt var um galla vendináms kom fram að helstu gallar þess eru þegar nemendur koma óundirbúnir í tíma og hversu krefjandi aðferðin er fyrir bæði kennara og nemendur. Kennararnir, sem rætt var við, mæltu með því að prófa sig áfram með vendinám og bentu á að þrátt fyrir að það sé krefjandi til að byrja með þá sé ávinningurinn mikill.
    Niðurstöður rannsóknarinnar voru notaðar til þess að búa til vefvettvang fyrir starfssamfélag kennara sem áhuga hafa á vendinámi, svokallað vendinámstorg. Þrátt fyrir að rannsóknin beinist fyrst og fremst að reynslu framhaldsskólakennara þá mun vettvangur samfélagsins vera fyrir kennara á öllum skólastigum. Þessi vefvettvangur er vefsíða á Menntamiðju, vendinam.menntamidja.is, þar sem safnað var saman efni og upplýsingum um vendinám og verður það aðgengilegt fyrir alla, sem áhuga hafa, ásamt Facebook hóp þar sem að kennarar geta haft samskipti sín á milli. Á vendinámstorgi koma fram gagnlegar upplýsingar, bæði hagnýtar og fræðilegar, sem geta nýst kennurum sem hafa áhuga á að venda sinni kennslu. Nánar verður fjallað um vendinámstorgið og uppbyggingu þess í 9. kafla.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to examine flipped learning with secondary level school teachers who have experience of using it in their instruction. The proposed research questions were: What is secondary level teacher’s experience of using flipped learning in their instruction? How was flipped learning used in their instruction? And what information should be accessible on an internet based community platform for flipped learning?
    The findings tell us that flipped learning is about how instructor’s time is best used. The instructors change role and time is used for active student learning. It was also found that flipped learning is a powerful way of increasing student’s active learning in the classroom and created room for increased student-teacher interaction. The downside it was if students did not come prepared for class and that flipped learning was demanding for both instructors and students alike. All interviewees recommended experimenting with flipped learning and pointed out that, even though demanding to begin with the rewards of using flipped learning were huge.
    The conclusions of the study were used to create an internet based platform for community of practice of instructors who are interested in flipped learning. Even though the study focused primarily on the secondary school teacher, the internet based community platform for flipped learning was designed for all school levels. This community platform is a web site hosted at Menntamiðja vendinamstorg.menntamidja.is where information and educational material supporting flipped learning will be assessable for all who are interested along with a Facebook group where instructors can interact. Chapter 9 of this study gives further information on the flipped learning internet community platform where useful information can be found - both practical and theoretical information on flipped learning.

Samþykkt: 
  • 5.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26216


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð.pdf1,87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 (1)-signed.pdf99,28 kBLokaðurYfirlysingPDF