is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26219

Titill: 
  • Óttinn við að missa af einhverju markverðu. Hlutverk, notkun og áhrif ferðahandbóka í ferðalagi franskra ferðamanna á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ferðahandbækur eru taldar hafa mikil áhrif á ferðahegðun ferðamanna og að þeir fylgi nákvæmlega ráðleggingum bókanna. Það leiðir af sér að ferðamenn verða ósjálfstæðir og þeir heimsækja eingöngu þá staði sem nefndir eru í bókunum. Ritgerð þessi fjallar um eigindlega rannsókn á notkun franskra ferðamanna á ferðahandbókum um Ísland og áhrif bókanna á ferðahegðun þeirra. Markmið rannsóknarinnar er að skilja betur ferðahegðun Frakka hér á landi og sjá að hvaða marki þeir fylgja ráðleggingum bókanna. Rannsóknin byggir á viðtölum sem tekin voru í janúar og febrúar 2016. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að franskir ferðamenn á Íslandi velja þá útgáfu sem samræmist þeirra viðhorfum til ferðamennsku. Þeir gera þá kröfu til handbókanna að þær gefi hentugar upplýsingar sem aðstoði þá við skipulagningu ferðarinnar og daglegt líf þeirra þegar á staðinn er komið. Ferðahandbækur þykja góð stoð, bæta ferðalagið og spara tíma. Þær benda á staði sem vert er að skoða og ekki má missa af. Ferðahandbækur stýra ferðahegðun ferðamannanna og hafa þannig áhrif á val þeirra á áfangastöðum. Ferðamennirnir telja þó að þeir fylgi ekki bókunum í blindni og ferðist einnig eins og andinn blæs þeim í brjóst. Ferðamennirnir treysta almennt því sem skrifað er í ferðahandbókunum og trúa að áfangastaðirnir sem nefndir eru í bókunum séu þess virði að heimsækja.
    Lykilorð: Ferðahandbækur, franskir ferðamenn, ferðamennska á Íslandi, áhrif á ferðahegðun, hlutverk ferðahandbóka.

  • Útdráttur er á ensku

    Travel guidebooks are considered to have a major impact on travel behavior, such that tourists strictly adhere to their recommendations. As a result, tourists become dependent on their guidebooks and only visit destinations mentioned therein. This thesis presents the results of a qualitative study which investigates French tourists’ use of their guidebooks in Iceland and the effect of these books on their travel behavior. The objectives of the study are to better understand the travel behavior of French tourists in Iceland and to identify the extent to which they follow the suggestions in their guidebooks. The study is based on qualitative interviews with French tourists in January and February 2016. It reveals that French tourists choose guides that best conform to their attitudes to tourism. They expect these handbooks to offer practical information to assist them in planning their trip managing day-to-day life in the destination country. Guidebooks are believed to provide good support, improve the trip, and save time. They highlight places that are worth visiting and should not be missed. Travel books influence tourists’ travel behavior as well as their selection of destinations. The tourists maintain that they do not blindly adhere to their guides but also rely on their own instincts. They generally trust in their travel guides and believe the destinations mentioned in the books are worth visiting.
    Keywords: Travel guides, french tourists, tourism in Iceland, impact on travel behavior, role of guidebooks.

  • Útdráttur er á frönsku

    On dit que les guides touristiques exercent une influence considérable sur les habitudes de voyage des touristes, qui se contentent de suivre à la lettre les conseils prodigués par ces manuels. Il en résulte naturellement pour les voyageurs une perte d'indépendance et un itinéraire limité aux lieux qui leur sont recommandés. Le présent mémoire est l'aboutissement d'une recherche qualitative qui porte sur l'utilisation des guides de voyage sur l'Islande par les touristes français et sur l'impact de ces ouvrages sur leurs habitudes de voyage. Cette étude se fixe comme objectif de mieux cerner le comportement des voyageurs français en Islande et de déterminer jusqu'à quel point ils suivent les recommandations de leurs manuels. Elle s'appuie sur des entretiens effectués en janvier et en février 2016. D'après les résultats de cette enquête, les touristes français choisissent des guides qui s'accordent avec leur conception du voyage. Ils attendent de ces ouvrages qu'ils leur fournissent des informations pratiques susceptibles de les aider dans l'organisation de leurs déplacements et dans la gestion de leur vie quotidienne dans le pays d'accueil. D'après leurs dires, les guides touristiques leur sont d'un grand soutien et leur permettent d'améliorer leur voyage et d'économiser du temps. Ils leurs signalent les lieux qui méritent d'être visités et qu'il faut absolument voir. Les guides touristiques ont un réel effet sur le comportement des voyageurs et, de ce fait, sur le choix des destinations. Mais les touristes affirment qu'ils ne suivent pas les manuels aveuglément et qu'ils voyagent aussi en se fiant à leur intuition. Ils ont généralement confiance en ce qui est écrit dans ces ouvrages et sont convaincus de la nécessité de visiter les destinations mentionnées.
    Mots-clés:Guides touristiques, touristes français, tourisme en Islande, influence sur le comportement touristique, rôle des guides touristiques.

Samþykkt: 
  • 6.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26219


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf535.7 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Sigurbjörg Eðvarðsdóttir-new.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna