is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26220

Titill: 
  • Menning í Múlakoti. Gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar meistararitgerðar í listfræði við Háskóla Íslands er um tengsl menningar og lista við bæinn Múlakot í Fljótshlíð á fyrri hluta 20. aldar. Leitast er við að svara því hver var ástæða þess að svo margir listamenn, auk annarra er létu sig menningu og listir varða, lögðu leið sína í Múlakot á þessum umbrotatímum í íslensku samfélagi meðan sjálfstæðisbarátta Íslendinga stóð sem hæst. Í upphafi er fjallað um áhrif heimsókna erlendra vísindaleiðangra og bættra samgangna á upphafsárum íslenskrar myndlistarsögu með tengingu við vinsældir heimsókna í Fljótshlíð og bæinn Múlakot. Sýnt er fram á aðdráttarafl staðarins með því að fara yfir sögu Múlakots ásamt lýsingu á rekstri gistiheimilisins og lífsins á bænum. Dregið er fram aðdráttarafl lystigarðs Guðbjargar húsfreyju ásamt öðru sem henni var til lista lagt og laðaði fólk jafnframt að staðnum. Myndlistarmenn sem fyrstir héldu utan til náms í list sinni á fyrri hluta aldarinnar fá sérstaka umfjöllun og tengsl þeirra við Múlakot rakin, ásamt þeim áhrifum sem staðurinn hafði á þá og kynni þeirra við fjölskylduna á bænum. Til að mynda er varpað ljósi á hlutverk Ásgríms Jónssonar, heimsóknir hans í Múlakot og þau áhrif sem þau kynni höfðu á Ólaf Túbals. Jafnframt er lítillega fjallað um bæinn Húsafell í Borgarfirði og tengingu hans við listamenn á fyrri hluta 20. aldar, auk kynna Ólafs Túbals og Ragnars Ásgeirssonar landbúnaðarráðunautar og garðyrkjumanns, vináttu Ólafs við Johannes Larsen myndlistamann og áhrif hins síðarnefnda á líf Ólafs. Alþingishátíðin og tenging hennar við sögu íslenskrar myndlistar er reifuð og fjallað um umhverfi íslenskra myndlistarmanna á fyrri hluta aldarinnar. Sagt er frá námsárum Ólafs í Danmörku og kynnum hans við aðra listamenn sem áttu eftir að dvelja í Múlakoti og ferill hans sem listmálara rakinn. Þá er sagt frá nokkrum helstu myndlistarmönnum sem viðdvöl áttu í Múlakoti og unnu þar að verkum sínum.
    Niðurstaðan sem helst er dregin af efnistökum er að aðdráttarafl Múlakots fyrir listamenn hafi verið samspil margra þátta. Má þar meðal annars nefna að bærinn á þessum tíma var í alfaraleið, náttúrufegurðin mikil, garðurinn við húsið einstakur og fjölskyldan í Múlakoti sérlega listfeng og gestrisin. Listamenn upplifðu sig velkomna, virðing var borin fyrir list þeirra óháð hvaða stefnu þeir aðhylltust og í Múlakoti fengu þeir næði til að sinna henni að vild.

Samþykkt: 
  • 6.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26220


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásta Friðriksdóttir.pdf2.86 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Ásta.pdf314.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF