Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26223
Undanfarin ár hefur mikilvægi orkuvinnslu og ferðaþjónustu fyrir íslenskt hagkerfi farið vaxandi. Báðar þessar atvinnugreinar byggja á nýtingu náttúruauðlinda til verðmætasköpunar. En geta þessar tvær tegundir auðlindanýtingar farið saman án þess að til hagsmunaárekstra komi? Í þessari rannsókn, sem beinir sjónum að viðhorfum ferðamanna til virkjana og raflína, er leitað svara við þessari spurningu. Rannsóknin byggir á spurningalistum sem voru lagðir fyrir ferðamenn á sjö ferðamannastöðum þar sem uppi eru hugmyndir um að reisa virkjanir.
Niðurstöður sýna að flestum ferðamönnum finnst lítt snortin náttúra vera hluti af aðdráttarafli rannsóknarstaðanna og flestir eru á þeirri skoðun að fyrirhugaðar virkjanir og orkumannvirki myndu minnka áhuga þeirra á að heimsækja svæðin. Ferðamenn hafa enn fremur frekar neikvætt viðhorf til raflína, sérstaklega á hálendinu, þær þykja meðal óæskilegustu mannvirkja og fæstir telja þær viðeigandi á víðernum. Andstaða við raflínur er mest meðal íslenskra ferðamanna auk Frakka og Norðurlandabúa. Þannig er ljóst að hagsmunaárekstrar munu að öllum líkindum koma upp ef virkjanir og tengd mannvirki rísa nálægt svæðum þar sem náttúrufegurð er helsta aðdráttarafl ferðamanna.
Allt bendir til að íslensk náttúra verði nýtt í auknum mæli til bæði ferðaþjónustu og orkuvinnslu á næstu árum. Mikilvægt er að byggja ákvarðanir um staðsetningu og hönnun orkumannvirkja á þekkingu á áhrifum þeirra á ferðamennsku þannig að að orkunýting hafi sem minnst neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, einstaka landshluta og þjóðarbúið í heild sinni.
In recent years, energy production and tourism have become increasingly more important for the Icelandic economy. Both sectors rely on natural resources for value creation. But can these land uses coexist without a conflict of interest? In this research tourist attitudes towards power plants and transmission lines are examined in the quest for answers to this question. The research is based on a questionnaire presented to tourists at seven locations where the construction of a power plant is pending.
The results demonstrate that most tourists consider pristine nature a part of the attraction of these locations and the majority state that the proposed power infrastructure would decrease their interest in visiting the sites. Furthermore, tourists are generally negative towards transmission lines, especially in the Highlands. Transmission lines are considered among the least desirable infrastructure and they are not felt to be appropriate in wilderness areas. Icelandic visitors along with French and Nordic tourists are the most negative towards power lines. Consequently, a conflict of interest is likely to arise if power plants and their appendant infrastructure are constructed in areas where scenic nature is a primary attraction for tourists.
Icelandic nature will most likely be further exploited for tourism and energy production in coming years. To minimize the negative effect energy production can have on the tourism sector, as well as the national and regional economies, it is important to base decisions about locations and design of power infrastructure on knowledge and research regarding their effect on tourism.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
mastersritg.pdf | 3.94 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing ths.jpg | 1.36 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |