Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26225
Þetta BA verkefni mitt í dönsku er þýðingarverkefni sem skiptist í þrjá hluta. Fyrst er fræðilegi hluti þýðinga, teoríur, verklag og hugleiðingar. Í þeim hluta fer ég yfir þær kröfur sem gerðar eru til þýðanda og helstu hugtök þýðingarfræðinnar. Í öðrum hlutanum er greining á þýðingu á rúmlega 20 blaðsíðum bókarinnar Familien Kammer eftir Hanne Richardt Beck yfir á íslensku úr dönsku og fjallað um hvernig teoríurnar hafi komið að gagni við þýðinguna. Þriðji hlutinn er þýðingin sjálf af þessum sama hluta bókarinnar ásamt kynningu á rithöfundinum og stíl hennar.
Gerum við okkur grein fyrir hvað þýðingar eru stór hluti af lífi okkar? Við lesum þýddar bækur, blöð og tímarit, við hlustum á þýddar fréttir og þætti í útvarpi og við horfum á þýddar fréttir, sjónvarpsþætti og kvikmyndir í sjónvarpi. Það fyrsta sem við sjáum og heyrum þegar við vöknum á morgnana eru þýddar fréttir sem eru á forsíðum blaðanna. Við lesum líka þýddar fréttir og fróðleik á internetinu. Við erum umlukt þýðingum. Þess vegna er mikilvægt að þýðingar séu vandaðar og á góðu máli.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
September 2016 Familien Kammer-en oversættelse.pdf | 620,34 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing Ingibjörg.pdf | 110,31 kB | Lokaður | Yfirlýsing |