is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26228

Titill: 
 • Íþróttir og lesblinda
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessi meistararitgerð fjallar um íþróttir og lesblindu. Farið er yfir hvað lesblinda er, einkenni, kenningar, skimanir og mat. Íþróttir virðast vera mikilvægar fyrir lesblinda og farið er yfir helstu þætti þeirra. Viðmælendur rannsakanda eru sex lesblindir einstaklingar sem stunda íþróttir.
  Gerðar hafa verið rannsóknir sem sýna fram á að 14% af öllum nemendum landsins eru lesblindir eða eiga við aðra námsörðugleika að stríða. Einnig virðist vera hærra hlutfall af lesblindum einstaklingum á landsbyggðinni en í þéttbýlinu.
  Styrkleikar lesblindra einstaklinga liggja oftast í góðu sjón- og heyrnarminni og myndrænni þrívíddarskynjun. Þessir styrkleikar gera það að verkum að þeir kunna yfirleitt best við sig í verklegum greinum. Allir viðmælendur í rannsókninni höfðu valið verklegt nám og starf eða stefna í þá átt.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að íþróttir skipta miklu máli fyrir lesblinda einstaklinga vegna þess að þar fá þeir aukið sjálfstraust og útrás fyrir gremju sem myndast oft inni í skólastofum, búningklefum, vinnustað og öðrum aðstæðum þar sem nauðsynlegt er að nota ritaðan texta.

Samþykkt: 
 • 11.10.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26228


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
íþróttir og lesblinda 28-maí-GS yfirlTóta tóta3-1.pdf516.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Þórunn_2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16(2).pdf108.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF