is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26229

Titill: 
 • Starfsumhverfi og líðan hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítala
 • Titill er á ensku Nurses' work environment and nursing outcomes at Landspítali University Hospital
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Nýlegar rannsóknir gefa hlutverki hjúkrunarfræðinga aukið vægi þegar kemur að gæðum þjónustu, öryggi sjúklinga og dánartíðni. Hjúkrunarfræðingar eru lykilstarfsmenn í árangursríku heilbrigðiskerfi en á Landspítala eru þeir jafnframt fjölmennasta starfsstéttin. Þættir í starfsumhverfi eins og viðeigandi mönnun og styðjandi stjórnun eru forsenda starfsánægju og að hjúkrunarfræðingar geti mætt þörfum skjólstæðinga sinna. Rannsóknir benda til að vinnuálag hjúkrunarfræðinga sé sífellt að aukast og um leið að einkenni kulnunar í starfi séu að verða algengari. Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl ákveðinna þátta í starfsumhverfi við einkenni kulnunar og gæði þjónustu.
  Viðfangsefni ritgerðarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á LSH meta starfsumhverfi sitt, starfsánægju, einkenni kulnunar og gæði þeirrar þjónustu sem er veitt og kanna hvort hugsanleg tengsl væru þar á milli. Notast var við megindlegt rannsóknarsnið og rafræn spurningakönnun send til allra klínískra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítala í nóvember 2015. Niðurstöðurnar voru bornar saman við sambærilega rannsókn frá árinu 2002 með samanburði gagna.
  Helstu niðurstöður sýna að einkenni kulnunar eru algengari og alvarlegri í samanburði við fyrri rannsókn en meira en helmingur þátttakenda nú hefur einkenni kulnunar. Niðurstöður benda til að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður telji mönnun vera ábótavant þó að mat á gæðum þjónustu hafi lítið breyst milli rannsókna. Mönnun og stuðningur á deild hafði marktæka fylgni við bæði starfsánægju og einkenni kulnunar og hefur hlutfall þeirra sem ætla að hætta í núverandi starfi á næstu 12 mánuðum tvöfaldast frá fyrri rannsókn. Niðurstöður benda til afturfarar á tengslum almennra starfsmanna við stjórnendur Landspítala og fannst marktæk fylgni stjórnunar á spítalanum við líðan, starfsánægju og gæði þjónustu.
  Rannsóknin er mikilvægt framlag til þekkingar og veitir starfsmönnum, stjórnendum og stjórnvöldum innsýn í starfsumhverfi á Landspítala. Hún beinir sjónum að mikilvægum þáttum sem má bæta í starfsumhverfi heilbrigðisstétta á LSH og þar með gæði þjónustunnar sem mun draga úr kostnaði til lengri tíma.

 • Útdráttur er á ensku

  Nurses play an important role in a successful healthcare system and for patient safety and quality of care. Recent studies have shown that nursing is even more important than previously considered with regard to patient safety and mortality. Previous studies show that factors in nurses´ working environment such as adequate staffing and managerial support are strongly linked to symptoms of burnout, job satisfaction and quality of patient care. With increased demands on health care services, nurses´ workload has enhanced and symptoms of burnout are more common.
  The objective of this study was to examine nurses work environment and nursing outcomes at Landspítali University hospital and to investigate how it relates to nurse-assessed quality of patient care.
  Quantitative research method was used and a cross-sectional, online survey was conducted among all clinical nurses and midwifes working in Landspítali University Hospital in november 2015. The data was compered to data from previous study in Landspítali from 2002, using the same instrument.
  Findings shows that symptoms of burnout among nurses and midwifes at the hospital have increased significantly compared to previous study and reported job satisfaction has decreased. However, nurse-assessed quality of patient care remains similar to pervious study. The most important work environment factors for better nurse and patient outcomes remain to be adequate staffing and managerial support at the unit level. The findings also suggest that staffing and relations to management have declined compared to previos study.
  The study is an important contribution to knowledge and understanding of working environment for nurses and midwifes at Landspítali. The study provides important messages to guide implementation of preventive measures to support the well-being of personnel and quality of patient care.

Athugasemdir: 
 • Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í eitt ár.
Samþykkt: 
 • 11.10.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26229


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf5.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
image.pdf1.72 MBLokaðurYfirlýsing PDF