is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26232

Titill: 
 • Siðferði, heiðarleiki og íþróttir : afstaða nemenda í fjórum skólum á framhaldsskólastigi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Íþróttir hafa ávallt verið mikilvægur þáttur í þjóðfélaginu og stuðla þær að betri líkamlegri og andlegri heilsu. Því miður er brottfall úr íþróttum mikið á unglingsárunum og gæti það tengst viðhorfi unglinga til íþrótta.
  Brottfall stúlkna úr íþróttum er meira en pilta og gæti orsökin verið sú að fáar konur geta lifað mjög góðu lífi sem atvinnumenn í íþróttum. Karlmenn hafa einnig mun hærri tekjur sem atvinnumenn í íþróttum en konur og þeir geta því lifað mjög góðu lífi af þeim þó svo þeir leiki á sama stað og konur með miklu lægri tekjur.
  Tilgangurinn með þessari rannsókn var að skoða afstöðu nemenda 18 ára og eldri í fjórum skólum á framhaldsskólastigi til siðferðis, heiðarleika og íþrótta.
  Rannsóknin er megindleg þar sem notast við spurningalista sem útbúinn var í þessu skyni og inniheldur 48 spurningar. Í honum voru meðal annars spurningar sem snúa að tilgangi og mikilvægi íþrótta, siðferði íþróttafólks, siðferði meðal þjálfara og kennara, siðferði stjórnenda í íþróttafélögum og hjá íþróttahreyfingu, peningum í íþróttum, notkun stera og annarra lyfja í íþróttum og hjátrú í íþróttum.
  Niðurstöður sýndu afstöðu nemenda úr fjórum framhaldsskólum til siðferðis, heiðarleika og íþrótta og voru þátttakendur almennt jákvæðir í garð þessara þátta. Afstaða kynjanna var ólík á nokkrum sviðum.
  Íþróttir og hreyfing ætti að vera hluti af lífi allra og skiptir jákvæð afstaða til siðferðis, heiðarleika og íþrótta höfuð máli þegar kemur að því að stunda íþróttir og hreyfingu.

Samþykkt: 
 • 14.10.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26232


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Siðferði, heiðarleiki og íþróttir - M.Ed lokaverkefni.pdf937.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Soley_Skemman_yfirlysing_16.doc32.5 kBLokaðurYfirlýsingMicrosoft Word