is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26233

Titill: 
 • Lífsgildi : námsefni fyrir leikskóla
 • Titill er á ensku Values : teaching material for preschool
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur verkefnisins er að gera námsefni um lífsgildi sem hentar yngstu börnum leikskólans, á aldrinum 1–3 ára. Námsefnið er 12 sögur um eitt lífsgildi hver. Gildin tólf eru þau sömu og unnið er með í námsefninu Lífsmennt.
  Á fyrstu árum ævinnar læra börn hratt og mikið. Áhrif umhverfisins á nám barna eru mikil og fyrirmyndir spila stórt hlutverk. Börnin vilja oft endurtekningu á sama hlutnum eða sama efninu. Lestur bóka er þar engin undantekning. Bækur verða fljótt hluti af daglegri rútínu, undirbúningi fyrir svefn, leik eða notalegri stund. Bækur eru bæði nýttar til yndislesturs og sem námsefni.
  Markmiðið er að útbúa námsefni um lífsgildi og dygðir sem hentar yngstu börnum leikskólans og sem eflir siðvit barnanna og hjálpar þeim að verða betri einstaklingar. Í fyrri hluta greinargerðarinnar er farið yfir hugmyndir siðfræðinganna Aristótelesar, Johns Stuarts Mill og Immanuels Kant. Siðferðisþroskakenningum Kohlbergs og Piaget eru gerð skil.

  Í síðari hluta greinargerðarinnar er farið yfir það hvernig bækur nýtast ungum börnum og hvaða áhersla er lögð á bókalestur í Aðalnámskrá leikskóla. Námsefnið Lífsmennt þar sem unnið er með lífsgildi er kynnt en einnig er fjallað um efni og rannsóknir frá Jubilee Center of Character and Virtue í Birmingham á Bretlandi. Lífsmennt hefur það meðal annars að markmiði að börn og unglingar tileinki sér félagslega færni í gegnum lífsgildi, tileinki sér eigin gildi og noti þau í samskiptum við aðra og gagnvart sjálfum sér. Í Jubilee Centre of Character and Virtue er áhersla lögð á dygðir og skapgerð.
  Í lokin koma sögurnar 12 en þær eru unnar eftir gildunum: ábyrgð, einfaldleiki, frelsi, friður, hamingja, heiðarleiki, hugrekki, kærleikur, samvinna, umburðarlyndi, virðing og þakklæti. Sögurnar nýtast leikskólakennurum og foreldrum í uppeldi barna. Þetta er námsefni sem beinist að hversdagslegu lífi leikskólabarna og setur góðar fyrirmyndir fyrir þau.

 • Útdráttur er á ensku

  The main objective of this thesis is to create teaching material about life values for the youngest children in preschool, ages 1 to 3 years old. The teaching material consists of twelve stories where each story focuses on one value. These are the same twelve values that are discussed in the teaching material Living Values.

  During their first years, children learn a lot and they learn fast. Their learning is greatly influenced by the environment and their role models play an important part. Children like repetitive learning and reading books is no exception. Books soon become a part of their daily routine, such as when they are getting ready for bed, playing or enjoying a quiet moment. Books are both used as a teaching material and for their enjoyment.
  The objective is to create a teaching material about life values and virtues for the youngest children in preschool and is intended to strengthen their morals as well as to help them become a better person. The first part of this thesis focuses on the works of ethicists Aristotle, John Stuart Mill and Immanuel Kant as well as on the moral views of Kohlberg and Piaget. By looking at theories and research it can be established that young children can adopt values and virtues and how they do it.
  The second part of the thesis demonstrates how books can be of value to young children and how the emphasies is on reading in the national curriculum. The teaching material Living Values which focuses on life values is introduced as well as material and research from the Jubilee Center of Character and Virtue from Birmingham, UK. The main purpose of Living Values is that children learn social competence through life values, adopt their own values and use them in interactions with others as well as toward themselves. Jubilee Centre focuses on virtues and character.
  The last part of the thesis contains the twelve stories containing the values from Living Values: responsibility, simplicity, freedom, peace, happiness, honesty, courage, love, cooperation, tolerance, respect and grattitude. The stories should help parents and teachers in their upbringing of children. This teaching material is aimed towards a normal day in the life of a preschooler and should set them a good role model.

Samþykkt: 
 • 14.10.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26233


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SteinunnSigurgeisdottirMed.pdf6.84 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlýsing.pdf32.24 kBLokaðurYfirlýsingPDF