is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26243

Titill: 
 • Hver eru viðhorf kennara til málfræðikennslu?
 • Titill er á ensku What are the attitutes of teachers towards teaching grammar?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er sjónum beint að málfræði og viðhorfum kennara til málfræðikennslu. Markmið með ritgerð eru öðru fremur að varpa ljósi á þróun og stöðu málfræðikennslu í grunnskólum og lýsa viðhorfum, átta íslenskukennara á öllum stigum grunnskólans og sex faggreinakennara á unglingastigi, til málfræðikennslu á Íslandi. Undirgreinum íslensku, að málfræði meðtalinni, er hvorki hampað né hallmælt, öll umfjöllun um þær er eingöngu til lýsingar. Tilgangur er aðeins sá að leggja fræðum lið og halda umræðu um málfræðikennslu á lofti. Rannsóknarspurningin er: Hver eru viðhorf kennara til málfræðikennslu? Við henni eru ýmis svör.
  Ritgerðin skiptist í inngang, fræðilegan kafla, kafla þar sem rannsókn og aðferð er gerð skil, niðurstöður, umræðukafla og lokaorð. Í fræðilegum bakgrunni eru fræðigreininni málfræði gerð skil með sögulegu ágripi og samtímalýsingu, til dæmis með vísun í Aðalnámskrá grunnskóla, aðalnámskrár frá fyrri tíð, lög um grunnskóla, málspeki og skilgreiningar á greininni. Þá eru rannsóknir og skrif fræðimanna í greininni könnuð, til dæmis áhrif leiðréttinga og kennara á málfar, tengsl málfræði við málbreytingar og máltilfinningu, tengsl málfræði og samfélags, og svo mætti áfram telja. Að lokum er vikið að hagnýtum hliðum eins og málstefnu Alþingis, menntun kennara og viðhorfum greinahöfunda í Skímu til málfræðikennslu síðustu áratugi. Í kafla um rannsókn er greint frá rannsókninni Íslenska sem námsgrein og kennslutunga 2013-2015 en höfundur byggir verk sitt á gögnum þeirrar rannsóknar. Þá er aðild höfundar skýrð nánar og þeirri aðferðafræði sem snýr að rannsókn annars vegar og úrvinnslu gagna hins vegar. Í niðurstöðukafla er ítarlega greint frá viðtölum og jafnframt er greint frá niðurstöðum með sjálfstæðri skoðun á gögnum og samanburði þeirra. Í skemmstu máli sagt og með mikilli einföldun eru niðurstöður þær að kennurum þykir málfræðikennsla mikilvæg, þeir ýmist kenna málfræði sérstaklega eða samþætta hana annarri kennslu. Þeir togast á um hvenær eigi að hefja málfræðikennslu, finnst ýmist leiðinlegt eða skemmtilegt að kenna málfræði og hafa jafnvel áhyggjur af þeim lærdómi sem nemendur draga af greininni. Þeir eru sammála um tengsl málfræðiþekkingar og málnotkunar og lýsa sumir yfir áhyggjum af stöðu íslensku, með vísun í málnotkun nemenda og til dæmis annarra kennara og fjölmiðla. Vitnisburður þeirra um eigin menntun og þekkingu á málfræði er ólíkur. Í umræðukafla eru valin atriði úr niðurstöðum og fræðum sett í röklegt samhengi. Meðal annars eru opinberar áherslur á málfræðikennslu ræddar í tengslum við önnur fræði og orðræðu kennara um málfræðikennslu. Í lokaorðum er efni ritgerðar dregið saman í örfáum orðum og kynntar hugmyndir höfundar um ýmsar frekari rannsóknir á efninu.

 • Útdráttur er á ensku

  In this thesis grammar and attitute of teachers towards grammar teaching are explored. Objectives of the dissertation are first and foremost to cast a light on evolution and position of grammar teaching at the compulsory level and describe the attitudes of eight Icelandic teachers throughout all the levels of compulsory education, and those of six subject teachers at the secondary school level, towards grammar teaching in Iceland. Sub-sectors of Icelandic, including grammar, are neither acclaimed nor maligned, all accounts are only for narrative purposes. Sole objective is to is academically aid and uphold discourse on grammar teaching. The research question is: What are the attitudes of teachers towards teaching grammar? To which various answers exist.
  The thesis is organized in to prologue, theoretical chapter, a research and methodology chapter, findings, discussion chapter, and final words. The theoretical chapter discusses the academic discipline of grammar in a historical and modern narrative, inter alia with reference to compulsory school curriculum, past compulsory school curriculum´s, regulation on compulsory schools, linguistics and descriptions of the discipline. Furthermore research and academic prose is explored, e.g. effects of grammatical corrections and teachers on language, interrelation of grammar to language changes and sense of language, relation between grammar and society, and so on and so forth. Finally, practical features are addresses such as the legislature´s language policy, education of teachers, and attitudes of authors in Skíma toward grammar teaching in the past decades. The research chapter deliberates on the research Icelandic as a Subject And Language of Teaching 2013-2015, but the author has based its work on the data of that research. Further, the authors approach and the methodology of the research on one hand and processing of data on the other are elucidated. The findings chapter thoroughly elaborates on interviews and elaborates on findings with an autonomous review of data and comparison between them. In short and with substantial simplification the findings are that teachers consider grammar teaching important, they either teach grammar separately or combined with other subjects. They are not in agreement as to when teaching of grammar should be commenced, find it either boring or entertaining to teach and are even concerned with the outcome of teaching the subject. They are in agreement of the relation between grammatical knowledge and articulation and some describe concerns of the status of Icelandic, with reference to articulation of students and for example other teachers and the media. Testimony of their own education and knowledge of grammar is varied. The discussion chapter puts selected topics from findings and theory into a context of logic. Among other, the emphasizes of grammar teaching are discussed in relation to other disciplines and rhetoric of teachers on grammar teaching. The final words summarize the material in few words and introduces the authors ideas for further research on the topic.

Samþykkt: 
 • 14.10.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26243


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_ÞS2016pdf.pdf916.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
YfirlýsingÞS.pdf98.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF