is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26244

Titill: 
  • Í upphafi skyldi endinn skoða : námsefni í lífsleikni sem miðar að því að efla siðferðisþroska nemenda og hæfni þeirra til að sjá fyrir afleiðingar gerða sinna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í verkefni þessu verða þeir þættir sem höfundur telur mikilvæga, eftir að hafa kynnt sér rannsóknir og kenningar, að vinna með í lífsleiknikennslu reifaðir og fylgir því námsefni. Námsefnið miðar að því að efla sjálfsmynd nemenda, hæfni í samskiptum, bæta skilning á tilfinningum og viðhorfum annarra og gera þeim grein fyrir hugsanlegum áhrifum og afleiðingum gjörða sinna. Hugmynd að námsefninu kom þegar höfundur las smásöguna Þúsund orða virði eftir Björn Braga Arnarson. Sagan tekst á við birtingu mynda á netinu, siðferðislegar spurningar, samskipti og virðingu.
    Hlutverk skóla er að stuðla að almennri menntun og virkri þátttöku nemenda í lýðræðisþjóðfélagi. Meginmarkmið grunnskóla er alhliða menntun og að hlúa að þroska einstaklings. Lagður er grunnur að heildstæðri menntun með því að skilgreina þá hæfni sem stefnt er að. Hæfni felur í sér leikni og þekkingu sem eru samofin siðferðilegum viðhorfum nemenda. Vinnubrögð og kennsluaðferðir eiga að vinna að þeim hæfniviðmiðum sem sett eru fram. Félags- og siðferðisþroski er efldur með því að styrkja félagsfærni og siðferði á markvissan hátt sem einkennist af samstarfi, samvinnu og lýðræðislegum vinnubrögðum. Fjölbreyttar kennsluaðferðir gefa tækifæri til að ná til sem flestra nemenda þar sem styrkleikar þeirra liggja á mismunandi sviðum. Kennsluaðferðir leiklistar gefa tækifæri til að skoða námsefni á annan hátt og geta skapað dýpri þekkingu og skilning á námsefninu. Þar að auki gefst nemendum einstakt tækifæri til að setja sig í spor annarra og rýna í siðferðileg og samfélagsleg álitamál.
    John Dewey leit svo á að nám eigi sér stað í gegnum upplifun eða reynslu og að kennsla eigi að fela í sér lausn á raunverulegum vandamálum því þannig náist vitsmunalegur skilningur. Leiklist í kennslu býður upp á fjölbreytni í kennslu og er unnið markvisst að því að efla sjálfstæði, umburðarlyndi og ábyrgðarkennd nemenda.

Samþykkt: 
  • 14.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26244


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Í upphafi skyldi endinn skoða.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf170.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF