is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26245

Titill: 
 • Leikskólastjórinn og lýðræðið : hvernig eru ákvarðanir um faglegt lærdómssamfélag teknar í leikskólum?
 • Titill er á ensku The principal and democracy : how are decisions regarding the professional development of preschools made?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Mjög misjafnt er hversu margir leikskólakennarar og annað fagfólk starfar í leikskólum á Íslandi. Víða er skortur á faglegum stuðningi við innra leikskólastarf en annarsstaðar er faglegur utanaðkomandi stuðningur við leikskóla meiri og starfsumhverfi gott að því leyti.
  Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvernig ákvarðanir sem varða fagleg málefni eru teknar í leikskólum og hvernig leitast er við að festa þær í sessi. Leikskóla-stjórar eru lykilmanneskjur í ákvarðanatöku og því er áhugavert að kanna hvað aðferðir þeir nota.
  Rannsóknin er eigindleg og tekin voru viðtöl við sex leikskólastjóra í þremur sveitarfélögum. Viðmælendur í þessari rannsókn voru allir konur.
  Megin niðurstöður eru að leikskólastjórarnir lögðu mikla áherslu á að hafa allt starfsfólkið með í vinnu við ákvarðanatöku á einhvern hátt, mikið er lagt upp úr því að virkja leikskólakennara og annað fagfólk. Umræður og samtöl eru talin mjög mikilvæg og fundir þar sem allir starfsmenn koma saman eru stór þáttur í allri umgjörð um faglegt starf leikskólanna.
  Mjög misjafnlega er búið að leikskólum þegar kemur að stuðningi frá sveitar-félögum. Þetta kom m.a. fram í því hve vinna við skólanámsskrá og annað faglegt starf var langt á veg komin. Þeir leikskólar sem höfðu fæsta leikskólakennara og annað fagfólk voru áberandi styttra komnir en þar sem fjöldi fagfólks var meiri. Dæmi eru um að leikskólastjórar þurfi að sjá um alla stoðþjónustu í faglegu starfi, eins og endur-menntun starfsfólks, fá fyrirlesara til námskeiðshalds, vera í daglegum rekstri og sjá alfarið um fjárhagsáætlun. Eins var fækkun á starfsmannafundum nefnd sem hindrun við faglegt starf þar sem ekki gafst nægur tími til að samræðna um innra starf leikskólans.
  Niðurstöður gefa til kynna að leikskólastjórarnir séu allir mjög lýðræðislegir stjórnendur og lögðu áherslu á að raddir allra heyrðust. Þær voru hvetjandi og styðjandi við starfsfólkið og báru hag barnanna mjög fyrir brjósti. Mikill tími fór í samtöl, bæði formleg og skipulögð á starfsmannafundum og óformleg þar sem starfsfólk ræddi saman þegar og ef tími gafst til.
  Almennt má segja að í þessari rannsókn hafi komið fram að leikskólastjórarnir voru metnaðarfullir fyrir hönd sinna leikskóla, þeir voru vakandi og sofandi yfir velferð starfsfólksins og barnanna en gerðu jafnframt miklar kröfur til sjálfrar sín og samstarfsfólksins.

Samþykkt: 
 • 14.10.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26245


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrún Þórsteinsdóttir lokaritgerð 26. maí 2016.pdf650.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
KMN001BA9E892B5_004037_2.jpg103.83 kBLokaðurYfirlýsing - lokaverkefniJPG