is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26246

Titill: 
 • „Það er svo gaman að vinna svona vinnu með nemendum“ : menntun til sjálfbærni í umhverfis- og þróunarverkefninu Stubbalækjarvirkjun
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þegar unga fólkið vex úr grasi þarf það að takast á við margar áskoranir og miðað við núverandi þróun munu mennirnir halda áfram að leggja sífellt þyngri byrðar á móður jörð. Það er löngu tímabært að staldra við og finna leiðir til að snúa þróuninni við en svo það sé mögulegt þurfum við að gera okkur grein fyrir því hvað við getum gert og hvernig. Hvað sem verður er víst að skólar gegna stóru hlutverki við að undirbúa unga fólkið fyrir framtíðina, skilja áhrif okkar á jörðina og hvetja það til að leggja sitt af mörkum til sjálfbærra lifnaðarhátta.
  Í Aðalnámskrá grunnskóla (2011) er mikil áhersla lögð á menntun til sjálfbærni og er því mikilvægt að skoða með nákvæmum hætti skólaverkefni sem virðast unnin í þeim anda. Stubbalækjarvirkjun, sem er þróunarverkefni sem unnið var í Lýsuhólsskóla á Snæfellsnesi, varð fyrir valinu vegna þess að það virtist unnið í anda menntunar til sjálfbærni. Meginrannsóknarspurningin snýst um að greina skólastarfið sem unnið var í þróunarverkefninu um Stubbalækjarvirkjun og rannsaka að hvaða leyti það hafi falið í sér menntun til sjálfbærni. Eftirfarandi atriði voru rannsökuð: Markmið kennslunnar, hlutverk kennara og nemenda, mat kennara á því hvaða áhrif verkefnið hafði á þátttakendur, hvaða kennsluaðferðir voru notaðar og hvernig kennararnir hafa unnið áfram með þær.
  Viðtöl voru tekin við tvo kennara Lýsuhólsskóla auk þess sem notast var við önnur fyrirliggjandi gögn. Gögnin voru greind með eigindlegri innihaldsgreiningu (Flick, 2006) þar sem notaður var ákveðinn greiningarrammi og síðan leitað að þeim þáttum sem greiningarramminn sagði til um.
  Greiningarlykill GETU–hópsins (Ingólfur Jóhannesson o.fl., 2008; Kristín Norðdahl, 2009) var notaður til að greina hvort áherslur og markmið sem fólust í þróunarverkefninu megi tengja við menntun til sjálfbærni. Niðurstöðurnar benda til þess að þær áherslur og leiðir sem farnar voru í þróunarverkefninu hafi verið í anda menntunar til sjálfbærrar þróunar.
  Gildi verkefnisins felst í því að athuga og koma á framfæri þeim kennslufræðilegu nálgunum sem snerta menntun til sjálfbærni og notaðar voru í þróunarverkefninu. Þannig gæti rannsóknin ýtt undir umræðu meðal kennara um menntun til sjálfbærni og hvernig best væri að standa að henni. Í ljós kom að ólíkar áherslur voru í verkefninu, svo dæmi sé tekið var lögð meiri áhersla á náttúruna og umhverfið en minna á þætti eins og alþjóðavitund og hnattrænan skilning og einnig efnahagsþróun og framtíðarsýn. Einnig kom fram að kennarar örvuðu nemendur fremur til að rannsaka og afla sér þekkingar frekar en að þeir miðluðu sjálfir þekkingu til nemenda. Hlutverk nemenda fólst í því að taka þátt í ákvarðanatöku og koma ákvörðunum í framkvæmd og einnig að miðla þekkingu sinni áfram út í nærsamfélagið.

Samþykkt: 
 • 14.10.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26246


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed.2016.ÞórunnHilmaSvavarsdóttir.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_05_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_27.05.16.M.Ed.ÞórunnHilmaSvavarsdóttir.pdf209.24 kBLokaðuryfirlýsingPDF