is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26248

Titill: 
  • Það er ekki nauðsynlegt en það er æskilegt : viðhorf foreldra til heimanáms á yngsta stigi grunnskóla
  • Titill er á ensku It’s not necessary but it’s preferred : parent’s perspectives on homework at the primary level
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verkefnis er að kanna viðhorf foreldra gagnvart heimanámi sem lagt er fyrir börn þeirra í grunnskóla. Rannsóknin var eigindleg og notast var við hálfopin einstaklingsviðtöl. Stuðst var við viðtalsramma sem byggður er á fræðum og fyrri rannsóknum. Þátttakendur voru 11 talsins, átta mæður og þrír feður. Við úrvinnslu gagna var notast við þemagreiningu. Helstu niðurstöður benda til að flestum foreldrum sem þátt tóku í rannsókninni þykir heimanám á yngsta stigi grunnskóla vera æskilegt. Dæmi eru um að foreldrum þyki heimanám barna sinna styrkja þau námslega og um leið kenna þeim sjálfsaga og tímastjórnun. Einnig styrki það grunnatriði í námi á borð við lestur, skrift og stærðfræði. Einnig þótti þeim heimanám gott tækifæri fyrir foreldra til að fylgjast með hvað börnin eru að gera í skólanum og var það mat sumra að það væri í raun tilgangur heimanáms. Að mati sumra viðmælenda ætti heimanámið að vera meira einstaklingsmiðað, verkefnin ættu að taka stuttan tíma og vera uppbyggjandi og skemmtileg þannig til að kveikja frekari áhuga nemenda. Ekki voru allir þó sammála þessu. Fáeinir töldu heimanám óæskilegt þar sem það geti mismunað börnum í ljósi þess að ekki öll börn fá sömu aðstoð heima fyrir. Að rannsókn lokinni þá vonast höfundur til að hafa fengið góða hugmynd, bæði fyrir sig og aðra kennara, um hvernig hægt er að haga heimanámi fyrir framtíðarnemendur þeirra. Kennarar þurfa að koma til móts við sem flesta, bæði nemendur og foreldra þeirra til að nemendur upplifi heimanámið ekki sem kvöð.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to explore parent’s perspective on their elementary school children’s homework. The study was based on qualitative research where semi-structured interviewing was used during the individual interviews. An interview frame was used during the interviews which was made based on previous studies. The participants were 11 total, eight mothers and three fathers. Themes were identified during data analysis. The main results suggest that most parents felt that homework at the primary school level was preferred. Parents felt that the homework strengthened their children academically by teaching them self-discipline and time management, furthermore strengthening the basics in learning such as reading, writing and mathematics. Homework is also an opportunity for parents to get an insight into what their children are learning in school, which some parents considered to be the purpose of homework. According to parents there should not be too much homework, it should take a short time and be constructive and enjoyable, and ignite the interest of the students. Not everyone agreed with this however, there were a few that believed homework to be undesirable because it can discriminate children who don’t get the assistance they need at home. The author hopes that by the end of this study he, as well as other teachers, will have an idea on how to better arrange homework for their future students. Teachers must accommodate both students and their parents in the hopes of student’s not experiencing homework as a negative easement.

Samþykkt: 
  • 14.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26248


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed._lokaverkefni_solveighelga.pdf737.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf144 kBLokaðurYfirlýsingPDF