is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26249

Titill: 
  • Maður veit aldrei hvað börn hugsa : greinargerð barnabókahöfundar um viðtökur texta síns
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er lokaverkefni til M.Ed. prófs. Ég hef skrifað texta sem er ætlaður börnum. Ég hef skapað minn eiginn heim, persónur og atburðarás. Sagan fjallar um ellefu ára börn, Hrafn og Særúnu, sem flækjast inn í nýjan heim þar sem ljós og myrkur berjast um yfirráð. Á ferð sinni kynnast þau merkilegum verum og lenda í ótrúlegri lífsreynslu sem á án efa eftir að breyta lífi þeirra beggja til frambúðar. Sagan er drungaleg og spennandi en full af kímni og tilfinningum. Ég hef skrifað um 40.000 orð og nú eru fyrstu drög loks tilbúin. En hvað verður um þennan texta þegar skrifunum er lokið? Munu börn lesa hann? Af hverju? Mun ég gefa hann út sem bók? Geri ég hugmyndum mínum nægilega góð skil? Hvaða lærdóm dreg ég frá þessum skrifum?
    Ég skrifaði bókina útfrá mér sjálfum og ég naut þess. En ég vil að börn lesi bókina mína, að hún fái möguleika til þess að opna heim bókmennta fyrir börnum með áhugaverðum söguheim, persónum og atburðarás. Ég vildi höfða til barnanna sem upplifa söguna og reyndi því að setja mig í spor sögupersóna og tilvonandi lesenda textans og komst að því að það er hægara sagt en gert.
    Í fræðilegri greinagerð fjalla ég um tengsl reynslu við menntun og bókmenntir, gildi bókmennta í samfélaginu og þau siðferðislegu gildi sem höfundur texta ætlaðan börnum þarf að fara eftir. Ég útskýri það ferli sem ég fór í gegnum við skrifin og greini þann vanda sem mætti mér í skrifunum, hlutverk hugmynda og hugsunarinnar á bak við þær. Ég fjalla um skrifin útfrá sex þemum: textinn sem bók, bókmenntasmekkur barna, persónur, atburðarás, boðskapur og heimurinn sem er skapaður. Í umræðukafla tengi ég saman fræðileg skrif og mína reynslu til þess að finna svar við rannsóknarspurningunni: Hvers væntir höfundur af sögu fyrir ung börn um viðtökur hennar hjá börnum?

Samþykkt: 
  • 14.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26249


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverk_Steingrimur_lokaskjal.pdf392.04 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16_Steingrímur_Sigurðarson.pdf103.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF