is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2625

Titill: 
  • Skjalastjórn á vefskjölum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknar þessarar um skjalastjórn á vefsíðum var að rannsaka, hvort skjalastjórn tíðkaðist á vefskjölum opinberra aðila, hvort farið væri að lögum varðandi grisjun og varðveislu þeirra og hvers konar upplýsingar væru í hættu og gætu farið forgörðum, væri skjalastjórn ekki til staðar. Ennfremur var ætlunin að kanna viðhorf fólks til þess, hvort slíkt væri yfirhöfuð nauðsynlegt og hvar því fyndist að ábyrgðin á þessum skjölum lægi. Byggt var á eigindlegri aðferðafræði og rannsóknarsniðið var tilvikarannsókn. Tekin voru opin viðtöl við 12 einstaklinga hjá sex opinberum aðilum á höfuðborgarsvæðinu. Reynt var að taka viðtöl við skjala- og vefstjóra á hverjum stað, ef slíkt var í boði. Óljós skil voru milli þátttökuathugunar og viðtala þar sem viðmælendur sýndu gjarnan vef sinn máli sínu til stuðnings. Niðurstöðurnar virtust benda til þess að skjalastjórn á vefskjölum væri takmörkuð. Þau vefskjöl sem lutu skjalastjórn voru fundargerðir, ræður ráðherra og fréttir, ásamt því sem tilheyrði rafrænni stjórnsýslu. Annað efni var geymt í skjalasöfnum innan vefumsjónarkerfanna, sem eru óáreiðanlegur geymslustaður fyrir þau. Vefstjórar þekktu almennt ekki lagaumhverfið eða töldu vefsíður vera skjöl en skjalastjórar virtust jákvæðari gagnvart vefskjölum og skjalastjórn á þeim. Síðast en ekki síst virtust þátttakendur varpa ábyrgðinni á varðveislu vefjanna yfir á Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, sem safnar vefjum á þjóðarléninu.is í samræmi við lög um skylduskil til safna, nr. 20/2002. Vinnubrögðin gagnvart þessum skjölum virtust breytileg og ómarkviss og lítið samhengi virtist vera milli þess, hvort vefsíður töldust skjöl og hvaða meðferð þau fengu í kerfinu.

Samþykkt: 
  • 13.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2625


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skjalastjorn_a_vefskjolum_fixed.pdf766 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna