en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26253

Title: 
  • is Leiðin að skóla í núvitund : ferðalag skólastjóra frá forvitni til framkvæmda
Submitted: 
  • May 2016
Abstract: 
  • is

    Viðfangsefni ritgerðar var að varpa ljósi á hvað einkennir skólastarf þar sem aðilar skólasamfélagsins hafa ákveðið að tileinka sér núvitund. Ritgerðin er rannsóknarritgerð og til að finna svör við rannsóknarspurningum var leitað svara með lestri erlendra og íslenskra rita og rannsókna, ásamt því að sækja fræðslu um núvitund. Áhersla var lögð á skólastjórann og á hvern hátt hann næði tökum á iðkun núvitundar og myndi í framhaldi af því kveikja áhuga starfsmanna og nemenda á núvitund. Einkenni skólastjóra sem iðkar núvitund er að hann er einbeittur, hefur vald á athygli sinni, er meðvitaður um þau áhrif sem hann hefur, er skapandi og getur nýtt núvitund til að bæta samskipti, draga úr álagi og takast á við nýjar áskoranir. Ávinningur fyrir kennara sem sjálfur stundar núvitund er að hann á auðveldara með að skapa rólegt og hvetjandi andrúmsloft og hann hvetur til jákvæðrar hegðunar nemenda þannig að þeir ná frekar að framfylgja því sem þeir ætla sér. Nemendur eru líklegri til að vera skapandi og hafa meiri einbeitingu, ásamt því að námsárangur þeirra verður betri svo og líðan, sjálfstraust og félagsleg færni. Kröfur til skólastarfs um árangur eru miklar og af fjölbreyttum toga og sífellt er verið að leita leiða til að uppfylla þær. Ljóst er að núvitund er leið sem hægt er að fara til að koma til móts við slíkar kröfur. Ekki er hægt að taka ákvörðun um að starfa í anda núvitundar án þess að þekkja fræðilegan bakgrunn og hafa lagt rækt við ástundun. Með vísan í þær rannsóknir sem voru gerðar má segja með nokkurri vissu að núvitund í skólastarfi hafi jákvæð áhrif á ólíka þætti sem gagnast öllu skólasamfélaginu og er á þann hátt mikilvæg og getur stutt við nemendur og starfsmenn skóla.

Accepted: 
  • Oct 14, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26253


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Leiðin að skóla í núvitund Ferðalag skólastjóra frá forvitni til framkvæmda .pdf788.48 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Samþykki .pdf326.74 kBLockedYfirlýsingPDF