is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26255

Titill: 
 • „Þetta er allt á sömu þúfunni“ : samfella milli leik- og grunnskóla í sveitarfélagi í þéttbýli
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Mikil tímamót verða í lífi barna þegar þau hætta í leikskóla og hefja grunnskólanám. Þessi tímamót hafa ekki aðeins áhrif á börnin heldur líka á foreldra, kennara og samfélagið í heild svo að það skiptir máli hvernig staðið er að þeim. Í þessari rannsókn verður ljósi varpað á hvernig staðið er að samfellu milli leik- og grunnskóla í sveitarfélagi í þéttbýli. Mikið hefur verið ritað og rætt um þetta málefni á síðustu árum. Niðurstöður rannsóknarinnar verða skoðaðar í ljósi fyrri rannsókna á samfellu milli skólastiga auk þess sem litið verður til kenninga Dewey, Vygotsky og Bronfenbrenners. Einnig verða lög, aðalnámskrár og skólanámskrár skoðuð þar sem ákvæði í þeim hafa áhrif á samfelluna við skólaskilin.
  Rannsóknin er eigindleg og um tilviksrannsókn er að ræða. Gagna var aflað með sex einstaklingsviðtölum, þremur vettvangsathugunum og skrifleg gögn voru skoðuð til stuðnings. Í vettvangsathugunum var fylgst með útskrift leikskólans, sumarskólanum og upphafsviðtölum og fyrsta skóladegi í einum 1. bekk grunnskólans. Þrjú einstaklingsviðtöl voru tekin í grunnskólanum og þrjú í leikskólanum. Í grunnskólanum voru tekin viðtöl við deildarstjóra yngsta stigs og tvo kennara á yngsta stigi. Í leikskólanum voru tekin viðtöl við leikskólastjórann og tvo deildarstjóra elstu deilda.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að margt sé gert til þess að stuðla að samfellu við leik- og grunnskólann. Samvinna kennara á báðum skólastigum hefur reynst viðmælendum vel en þeir eru samt sem áður sammála um að hægt væri að gera enn betur til að stuðla að aukinni samfellu. Markviss áætlun er til um samstarfið sem einkennist af fundum og skólaheimsóknum milli leik- og grunnskólans. Mikill metnaður er lagður í heimsóknir leikskólabarna í grunnskólann en skipuleggja þyrfti heimsóknir grunnskólabarna í leikskólann með markvissum hætti þannig að það ráðist ekki aðeins af kennurum hverju sinni hvort að þeim er sinnt. Viðmælendur töldu mikilvægt að sömu uppeldis- og samskiptastefnu væri fylgt í leik- og grunnskólanum. Þeir voru flestir á móti stofnun fimm ára deildar við grunnskólann og höfðu allir mótað sér framtíðarsýn um hvernig standa skuli að samfellu milli skólastiganna.

 • Útdráttur er á ensku

  It is an important milestone in a child’s life when they finish preschool and begin elementary school. This milestone affects the parents, teachers, and society as a whole, therefore, it is important how it is handled. This study will examine how this continuity from preschool to elementary school takes place in a community in an urban area. This subject has been discussed and a lot has been written about it in the past years. The conclusion will be analysed, bearing in mind previous studies and research, as well as Dewey, Vygotsky and Bronfenbrenners’ theories. In addition, laws, curriculum guides, and school guides will be examined since they affect the continuity between the different school levels.
  The research is qualitative and builds on case studies. Information was acquired with six individual interviews, three field studies, and written data was examined as well. The field studies involved observing a preschool graduation, summer school, the ‘beginning of school’ interviews and the first day of school in a 1st grade class in the elementary school. Three individual interviews took place at a preschool and three at an elementary school. At the elementary school, the head of the younger level was interviewed, as well as two teachers from that level. The principle of the preschool was interviewed, and two head- class teachers from the older level.
  The main conclusion of this research is that a lot of effort is put into the continuity from preschool to elementary school. The participants of the study are satisfied with the collaboration between teachers from the different school levels, however, they agree that more could be done to make this continuity work better. The plan for the continuity is systematic and involves meetings and school visits between the preschool and the elementary school. There is a lot of ambition invested in the visits of the preschool children to the elementary school, but the visits of the elementary school pupils to the preschool are lacking in ambition and need more planning, so that it does not depend on the teachers whether they even take place. The participants think it is important that the same pedagogical- and communicational aims are followed throughout the preschool and the elementary school. Most of them were against the establishment of a class for five year olds in the elementary school, and all of them had shaped their own future vision on how this continuity between the different school levels should take place.

Samþykkt: 
 • 14.10.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26255


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed.ritgerð_Ylfa Lárusdóttir Ferrua.pdf762.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Ylfa Lárusdóttir Ferrua.pdf101.07 kBLokaðurYfirlýsingPDF