is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26256

Titill: 
 • Hlutverk deildarstjóra sérkennslu : fyrirkomulag og umsjón sérkennslu í grunnskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að skoða starf deildarstjóra sérkennslu sem millistjórnanda í grunnskóla og hvernig fyrirkomulagi og umsjón hennar er háttað. Fáar rannsóknir eru til um viðfangsefnið og því þörf á að bæta við verkefni á þessu sviði. Rannsóknin hefur hagnýtt gildi fyrir alla sem koma að skipulagningu sérkennslu og ekki síður sem innlegg í stefnumótun í menntamálum almennt. Hún á að veita innsýn og vekja starfsfólk til umhugsunar um mikilvægi sérkennslu og starf deildarstjóra sérkennslu. Eftirfarandi rannsóknarspurning lá til grundvallar rannsókninni: Hvaða hlutverki gegna deildarstjórar sérkennslu sem millistjórnendur og hvernig er skipulagi og umsjón hennar háttað í grunnskólum?
  Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð þar sem tekin voru sex viðtöl við skólastjóra og sex við deildarstjóra sérkennslu í mismunandi sveitarfélögum á Stór–Reykjavíkursvæðinu.
  Helstu niðurstöður benda til þess að sérkennari hafi oftast umsjón með sérkennslu og staða deildarstjóra sérkennslu var ekki til staðar. Sérkennarinn hafði ekki stjórnunarlega stöðu en verkstýrði starfsfólki sérkennslunnar. Niðurstöður sýna að starf deildarstjóra sérkennslu er viðamikið og flókið vegna allra reglna og reglugerða sem þarf að uppfylla og krefjandi miðað við stjórnunarhlutfall. Starf þeirra felst í að bera ábyrgð á sérkennslu, stjórna starfshópum og veita faglega forystu. Verkefnalistinn er langur og mestur tími fer í fundarhöld. Þeir voru leiðandi í gerð einstaklingsnámskráa, skráningu á gögnum, greiningarvinnu og breyttum kennsluháttum. Þeir veittu starfsfólki stuðning og ráðgjöf en gáfu sér ekki tíma til að fylgjast með á vettvangi.
  Niðurstöður sýna að fyrirkomulag sérkennslu var með ýmsum hætti og algengt að nemendur voru settir í sérkennslu í stærðfræði og íslensku. Áhersla var lögð á lestur með snemmtækri íhlutun, aðstoð inn í bekk, minnka álag í fjölmennum bekkjum og vera með litla kennsluhópa í tímabundinni þjálfun.
  Í niðurstöðum kemur fram að skólaskrifstofur sveitarfélaga eru með metnaðarfullar áherslur í skólastefnum sínum og sérfræðiþjónustu grunnskólanna. Þrátt fyrir sjálfstæði skóla í sérkennslumálum eru sveitarfélögin með sérstakar áherslur í þeim tilgangi að efla námsárangur nemenda. Í þeim verkefnum veitir skólaskrifstofa skólunum stuðning og ráðgjöf.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of the study was to examine the role of the head of special education in the compulsory school system and how special education is arranged. More studies on the subject is needed in this area. The study provides insight and raises the awareness of stakeholders to the importance of special education, and the work that the head of special education does. The research question that guded the study was: What chararcterizes the role of the heads of special education and how is special education arranged and supervised in compulsory schools?
  A qualitative research approach was conducted in six schools in different municipalities in the greater Reykjavik area. Six principals were interviewed and six heads of special education.
  The findings show that the work of a head of special education is extensive and complex, due to all the rules and regulations that must be met. Their work is also very demanding namely due to the restrained time allotted for managerial duties. Their list of tasks is long, and the majority of their time is spent holding meetings. They provided leadership in the creation of individualized curriculum, logging data, diagnostic work and changing teaching methods. They provided staff with support and councilins, but did not conduct field or classroom observations.
  The findings show that the arrangement of special education took place in various ways. It was however common for students to be pulled out of English and Mathematics classes. Emphasis was placed on reading, with early interventions, assistance within the classroom, easing the load of large class sizes and using flexible groupings.
  The findings also show that the municipalities’ educational offices have an ambitious focus in their school policies as well as concerning the specialized services offered in their schools. Despite schools’ autonomy concerning special education, most of the municipalities have put a strong emphasis on the improvement of students’ academic performance. In those cases the educational offices provide schools with support and advice.

Samþykkt: 
 • 14.10.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26256


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal_31.05.2016.pdf947.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_31.05.16.pdf479.71 kBLokaðurYfirlýsingPDF