Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/26257
Markmið rannsóknarinnar var að öðlast skilning á upplifun tungumálakennara á áhrifum dyslexíu hjá nemendum á tungumálanám, auk þess að sjá hvort og hvernig þeir kennarar taka mið af þörfum nemenda með dyslexíu. Tilgangurinn er að efla þekkingu á sviðinu þar sem niðurstöðurnar gætu orðið mikilvægt innlegg þegar áherslur eru mótaðar í þeim aðferðum sem beitt er. Niðurstöðurnar gætu gert okkur hæfari í að taka tillit til nemenda með dyslexíu og auðveldað okkur að sjá til þess að þeir fái sérúrræði í tengslum við tungumálanám í skólum. Rannsóknin byggðist á eigindlegum rannsóknaraðferðum þar sem gagna var aflað með samtals sex viðtölum í fjórum skólum á Íslandi, nánar tiltekið á Austurlandi. Tekin voru fjögur einstaklingsviðtöl og tvö hópviðtöl. Í öðru hópviðtalinu voru tveir viðmælendur og í hinu hópviðtalinu voru þrír viðmælendur. Eitt einstaklingsviðtal var tekið í dönskum skóla á Jótlandi í Danmörku.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að tungumálakennarar á Íslandi beita margvíslegum aðferðum til að létta nemendum sínum með dyslexíu að tileinka sér erlend tungumál og telja sig þar með taka mið af þörfum þeirra við skipulag og framkvæmd kennslunnar. Tungumálakennarar hafa upplifað breytingar á áherslum með tilkomu skóla án aðgreiningar þar sem kennarar þurfa að vera í stakk búnir til að mæta margvíslegum þörfum nemenda sinna. Þeir hafa upplifað breytingar með tilkomu ýmiss konar tæknimiðla sem auðveldað geta nemendum máltileinkunina. Þeir nefna þó að ýmsu sé ábótavant og vegur tímaleysi við undirbúning og framkvæmd sérúrræða þar þyngst. Þeir nefna einnig að erfitt geti verið að uppfylla ákvæði Aðalnámskrár um þá hæfni og færni sem hún kveður á um.
Dyslexía nemenda í tungumálanámi gerir það að verkum að þeir þurfa að leggja meira á sig við máltileinkunina en gengur og gerist. Tungumálanám er í eðli sínu flókið ferli og reynist áskorun fyrir marga. Nemendur með dyslexíu þurfa að einhverju leyti að treysta á hugmyndaauðgi kennara sinna í þessu ferli. Tungumálakennarar þurfa að hafa vilja, færni og getu til að mæta þörfum nemenda með dyslexíu og getur það ráðið úrslitum um hvernig til tekst við máltileinkunina.
The aim of this study was to gain an understanding of how language teachers experience the effects of dyslexia on students´ learning of foreign languages and how they take account of their needs. The purpose is to increase knowledge in this area, the results hopefully providing important input regarding the priorities of adopted procedures, as well as further enabling teachers to show consideration for dyslexic students and making it easier for us to provide them with individualised solutions for their foreign language education at school. The study was based on qualitative research methods, whereby the data was obtained by a total of six interviews carried out at four Icelandic schools, located in the region of East Iceland. Four individual interviews were conducted along with two group interviews, one of which included two interviewees and the other three. One individual interview was conducted in a Danish school, located in Jutland, Denmark.
The main results of the study show that Icelandic foreign language teachers apply a variety of methods so that their dyslexic students can learn the foreign language more easily; in so doing, these teachers feel they are keeping the needs of such students in mind when organising and implementing instruction. Through the advent of inclusive schooling, foreign language teachers have experienced developments in priorities that require them to be prepared to meet a wide range of student needs. Even though these teachers have also experienced progress due to the introduction of various kinds of technical media that can facilitate student language learning, they mention that diverse problems still exist, the most serious of which are a shortage of preparation time and time for the implementation of individualised solutions. These teachers also mention difficulties in achieving the requirements in national curriculum provisions on qualifications and skills.
Compared to most students, dyslexic students have greater difficulty learning foreign languages. By its nature, foreign language learning is a complicated process and proves a challenge for numerous students, and thus those who have dyslexia must to some extent rely on the creativity of their teacher during this process. Foreign language teachers must therefore have the desire, skill and ability to meet the needs of students with dyslexia, and these qualities in a teacher can be decisive for success in language learning.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Þórunn Guðgeirsdóttir M.Ed.pdf | 1,16 MB | Open | Heildartexti | View/Open | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 212,07 kB | Locked | Yfirlýsing um meðferð verkefnisins |