is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26258

Titill: 
  • Orð og vísindi í leikskólastarfi : námsleikir fyrir leikskólabörn með áherslu á orðaforða og efnafræðileg viðfangsefni
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að efla leikskólastarf sem miðar að auknum orðaforða og hugtakaskilningi barna og jafnframt að beina athygli barnanna og auka skilning þeirra á eiginleikum efna sem eru allt í kringum þau bæði í náttúrulegu og manngerðu umhverfi.
    Verkefnið er starfendarannsókn þar sem leitað er leiða til að efla þekkingu leikskólakennara á viðfangsefninu og vinna að þróun námsleikja þar sem fengist er við að efla orðaforða í tengslum við efnafræðileg viðfangsefni. Námsleikir eru unnir í samvinnu við barnahóp þar sem áhugi barna réð ferðinni. Þegar námsefni er þróað fyrir leikskólabörn verður að líta á hvernig nám ungra barna fer fram.
    Í Aðalnámskrá leikskóla kemur fram að leikur er aðalnámsleið barnsins. Sumir halda fram að nám og leikur sé eitt en frekar mætti segja að leikur og nám sé samtvinnað og búi yfir svipuðum eiginleikum eins og gleði, sköpunarkrafti og merkingarsköpun. Þegar gerð er krafa um að búa leikskólabörn undir skólagöngu er hætta á að leikurinn lúti í lægra haldi fyrir beinni kennslu í leikskóla þar sem leikur á að vera leiðarljósi í starfinu.
    Leikskólakennarar þurfa að skilja mikilvægi leiksins og hlutverk sitt í honum þegar nám er skipulagt og í raun geta þeir staðið í vegi fyrir því að börn fái notið sín í leik. Sama má segja um vísindastarf í leikskólum en margir leikskólakennarar eru óöruggir gagnvart vísindum og telja sig ekki hafa næga þekkingu til að bjóða upp á slíkt starf. En þeir eiga að hafa þekkingu á leiknum og með leik er hægt að fást við vísindi. Í leik fá börn tækifæri til samvinnu, rannsaka, læra orsök og afleiðingu og leysa vandamál og þessir þættir eru mikilvægir fyrir vísindastarf. Hlutverk leikskólakennara er að gera umhverfið í senn öruggt en krefjandi, svara spurningum barna og koma með ný viðfangsefni svo börn öðlist nýja þekkingu.
    Helstu niðurstöður verkefnisins voru að með efnafræðilegum leikjum og virkri þátttöku kennara í slíkum leikjum má efla orðaforða og hugtakaskilning barna.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this project is to enhance early childhood education to increase children´s vocabulary and concept knowledge and also to direct children´s attention and understanding toward the characteristics of things that are all around them in natural and manmade environment.
    The project is an action research that seeks to enhance and strengthen the knowledge of a preschool teacher of the subject and develop educational play that aims to increase children vocabulary that is related to properties of matter. The educational games are conducted in cooperation with a group of preschool children where children’s interest was in focus. When educational material is developed for preschoolers there must be an understanding about young children’s learning. The national preschool curriculum states that children learn through play. Some argue that learning is play and play is learning but that is not the case. Play and learning are interwoven and there is play dimension in learning, and vice versa, like joy, creativity and meaning making. When preschools are required to prepare children for further education there is a risk that play will come second to direct instruction and teaching when play should be the guiding light in preschool education.
    Preschool teachers need to understand the importance of play and their role in it when they plan their work and in fact they can be an obstacle to children’s play. The same can be said about science in preschool as many teachers are insecure about science and believe they do not have enough knowledge to teach science. But they have knowledge about play and through play they can deal with science. In play children get the opportunity to cooperate with others, investigate, learn about cause and effect and develop problem solving skills and these factors are important for science. The main role of preschool teacher is to make the environment both safe and yet challenging, to answer children´s questions and bring new challenges as children gain new knowledge.
    The results of this project indicate that educational play and teachers partipation in children´s play can increase childrens vocabulary and conceptual understanding.

Samþykkt: 
  • 14.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26258


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Orð og vísindi í leikskólastarfi.pdf8.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf161.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF