is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26261

Titill: 
  • Sjálfstjórnun íslenskra barna : tengsl við lesskilning og ritun
  • Titill er á ensku Self-regulation among Icelandic adolescents : impact on reading comprehension and text writing
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sjálfstjórnun (e. self-regulation) vísar til þess hvernig hugsunum, hegðun og tilfinningum er stjórnað í samræmi við ákveðnar aðstæður og markmið. Ýmsar rannsóknir benda til þess að sjálfstjórnun hafi áhrif á þroska barna og sé mikilvæg til að stuðla að velgengni þeirra í skóla. Meðvituð sjálfstjórnun (e. intentional self-regulation) er einn undirþáttur sjálfstjórnunar. Hún felur í sér markmiðsbundna hegðun og hugsun sem snýr að því að forgangsraða markmiðum og finna bestu leiðir til að fylgja þeim eftir. Tilgangur þessa rannsóknarverkefnis er að kanna tengsl meðvitaðrar sjálfstjórnunar íslenskra barna í 5. bekk grunnskóla við árangur þeirra í lesskilningi og ritun. Sjálfstjórnunarmælitækið SOC (Freund og Baltes, 2002) var notað til að kanna meðvitaða sjálfstjórnun hjá íslenskum börnum í 5. bekk (N=400) og var lesskilningur þátttakenda metinn ásamt hæfni þeirra í ritun. Þar sem fyrri rannsóknir hafa gefið vísbendingar um misjafna sjálfstjórnun stúlkna og drengja, bæði í leik- og grunnskóla, var mögulegur kynjamunur á meðvitaðri sjálfstjórnun einnig skoðaður. Áður en mat var lagt á megintilgátu rannsóknarinnar voru próffræðilegir eiginleikar SOC mælingarinnar metnir. Athugun á hugtakaréttmæti SOC veitti vísbendingar um að níu atriða einsþátta formgerð mælitækisins félli ágætlega að gögnum, líkt og í fyrri rannsóknum á meðvitaðri sjálfstjórnun meðal ungmenna. Einsþátta formgerð SOC virðist því gefa góða mælingu á meðvitaðri sjálfstjórnun meðal íslenskra barna í 5. bekk. Niðurstöður benda til að tengsl séu á milli meðvitaðrar sjálfstjórnunar og færni barna í textaritun en ekki var hægt að sýna fram á tengsl meðvitaðrar sjálfstjórnunar barna við árangur þeirra í lesskilningi. Einnig reyndist vera mælanlegur munur á meðvitaðri sjálfstjórnun þátttakenda eftir kyni, en stelpur höfðu að jafnaði betri meðvitaða sjálfstjórnun heldur en strákar. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa því tilefni til þess að ætla að með því að efla meðvitaða sjálfstjórnun íslenskra ungmenna markvisst megi ýta undir farsælan námsárangur þeirra, sérstaklega þegar kemur að frammistöðu í ritun.

  • Útdráttur er á ensku

    Self-regulation refers to how people regulate their cognition, behavior and emotions according to specific goals and circumstances. Research has identified that self-regulation is an important factor to promote children’s development and significantly impacts their success and advances in the school environment. Intentional self-regulation involves actions or cognition that pertain to reaching a certain goal. Intentional self-regulation entails how people set certain goals, how they find the best way to reach their goals and react when they face failure on their way towards those goals. This research addresses intentional self-regulation among Icelandic students and its impact on their reading comprehension and writing skills. It also addresses the psycometric properties of the SOC measure when it is used among Icelandic youth and possible gender differences in self-regulation. Participants were 400 5th grade students who were assessed on intentional self regulation (SOC; Freund og Baltes, 2002), reading comprehension and writing ability. Examination of the construct validity of the SOC measure suggests that a single factor (with nine items) composite fitted to the sample, in accordance with other research findings. A single factor SOC measure therefore seems to be a good measuring device for testing intentional self-regulation among Icelandic adolescents. Findings suggest that intentional self-regulation skills are strongly associated with children’s writing skills but there was no evidence to support the hypothesis that there is a connection between intentional self-regulation and reading comprehension among Icelandic children in the 5th grade. Research findings also indicate a gender difference in intentional self-regulation among Icelandic adolescents and that girls have a higher intentional self-regulation than boys do. The study’s results consequently indicate that it is important to systematically promote children’s intentional self-regulation in order to boost their academic achievements, especially in relation to their writing skills.

Samþykkt: 
  • 14.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26261


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_Sjalfstjornunislenskrabarna_SolveigBirnaJuliusdottir.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing. Sólveig Birna Júlíusdóttir.pdf341.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF