is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26262

Titill: 
 • Átthagarnir : fólkið, fjöllin og fjörðurinn : greinargerð og verkefni um átthagafræði við Grunnskóla Grundarfjarðar
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessa verkefnis er að styrkja grundvöll átthagafræðikennslu í Grunnskóla Grundarfjarðar. Það er gert með tvennum hætti, annars vegar með fræðilegri umfjöllun og hins vegar með hugmyndum að verkefnum fyrir kennara. Markmiðið er annars vegar að varpa ljósi á mismunandi skilning á námsgreininni átthagafræði og kennslu af skyldu tagi á mismunandi stöðum og ólíkum tímum og hins vegar að útbúa verkefni sem nýst geta kennurum í Grunnskóla Grundarfjarðar.
  Fyrri hlutinn er greinargerð þar sem gerð er grein fyrir því hvaða skilningur hefur verið lagður í átthagafræði og skyld hugtök, allt frá því að skoða hana sem kennsluaðferð þar sem áhersla er á hið nálæga og áþreifanlega áður en tekist er á við hið fjarlæga og óhlutbundna, til hins að leggja áherslu á ákveðið inntak sem á að styrkja heimabyggðina. Hugað er að ólíkum útfærslum undir heitunum grenndarkennsla, útikennsla, „place-based education“ og skoska aðferðin „Here we are“. Hugmyndir og starf Ísaks Jónssonar (höfundur bókarinnar Átthagafræði) eru ræddar ásamt því að kannað er hvernig átthagafræðin er kennd á Djúpavogi og í Grunnskóla Snæfellsbæjar þar sem hún er á námskrá undir þessu heiti. Tengingar átthagafræðinnar og nánasta umhverfi í Aðalnámskrá grunnskóla eru skoðaðar og hæfniviðmið hennar tengd við verkefnabanka.
  Síðari hlutinn snýst um átthagafræðina í Grundarfirði þar sem bakgrunnur Grundarfjarðarbæjar er skoðaður fyrst, íbúaþróun, aldursskipting og fleiri þættir. Höfundur gerði spurningakönnun í 7.–10. bekk í Grunnskóla Grundarfjarðar á viðhorfi nemenda til átthagafræði, umhverfis síns og tengsla við það sem þau þekkja. Einnig var áhugi þeirra kannaður á ýmsum atriðum í sinni heimabyggð, ásamt því að þau svöruðu nokkrum þekkingarspurningum um heimabyggðina.
  Að lokum eru lagðar fram hugmyndir um efnisatriði og aðferðir í átthagafræði fyrir Grunnskóla Grundarfjarðar.

Samþykkt: 
 • 14.10.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26262


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal - Sigurrós Sandra.pdf1.7 MBLokaður til...16.06.2026HeildartextiPDF
Scan_20160601.pdf15.01 MBLokaðurYfirlýsingPDF