is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26267

Titill: 
  • Ákvarðanataka í grunnskólum : hugmyndir og viðhorf stjórnenda og kennara í grunnskólum til ákvarðanatöku
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í rannsókninni var sjónum beint að ákvarðanatökum og fundum í grunnskólum. Ákvarðanataka er stór hluti af starfi stjórnenda og kennara í skólum. Ákvarðanataka hefur verið talsvert rannsökuð erlendis, en ekki mikið í skólastarfi.
    Breytingar á starfsháttum hafa verið nokkrar í skólastarfi á síðustu árum og áratugum. Fundir og samstarf fólks innan skólanna er orðin stærri þáttur í starfi kennara en áður var. Skólar eru mikilvægar stofnanir og starfsemi skólanna þarf að vera stöðugt til umræðu og í reglulegri endurskoðun. Hlutverk allra sem koma að skólastarfi er mikilvægt. Forystuhlutverk skólastjórnenda er skýrt, þeir þurfa að skapa aðstæður fyrir starfsfólk til þróunar í starfi. Þær aðstæður mótast fyrir þeirra tilstuðlan ásamt kjarasamningum og því umhverfi sem sveitarfélögin skapa skólastarfinu. Markmið skólastarfs ætti að vera að stuðla að samhæfðu og framsæknu starfi þar sem allir hafa skilgreind hlutverk og gera sér grein fyrir mikilvægi sínu. Í ritgerðinni er lagt út frá spurningunni: Hverjar eru hugmyndir og reynsla skólastjóra og kennara um ákvarðanatökur í grunnskólum á Íslandi. Stuðst er við fjórar undirspurningar: 1. Um hvaða málefni snúast helstu ákvarðanir? 2. Eru flestar ákvarðanir teknar á fundum? 3. Hverjar eru hugmyndir kennara og skólastjóra um þátttöku við ákvörðunartöku? 4. Með hvaða hætti hefur vinnumat haft áhrif á töku ákvarðana?
    Rannsóknin er eigindleg og byggir á hálfstöðluðum viðtölum við skólastjóra og rýnihópa kennara í fjórum grunnskólum. Tveimur á höfuðborgarsvæðinu og tveimur á landsbyggðinni. Helstu niðurstöður benda til þess að viðfangsefni þeirra ákvarðana sem teknar eru skólunum varði málefni nemenda og starfsfólks. Aðkoma skólastjórnenda og kennara er mismunandi eftir ákvörðunum. Ákvarðanir skólastjóra snerust að miklu leyti um viðbrögð við kröfum um hagræðingu og skipulagsmál af ýmsu tagi. Ákvarðanir varðandi inntak náms og kennsluaðferðir hvíldu að mestu á herðum kennara. Vinnumat virðist ekki hafa merkjanleg áhrif á fundi og fundahald og því hafa ekki orðið áherslubreytingar varðandi ákvarðanatökur tengt upptöku vinnumats.

Samþykkt: 
  • 14.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26267


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sævar Þór Helgason 2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf27.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Sævar Þór Helgason 2607733569 -Lokaskil M. Ed.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna