Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26277
Efni þessara rannsóknar er upplifun foreldra og kennara barna með þroskahömlun á félagslegri þátttöku þeirra í grunnskóla. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að auka skilning á upplifun og væntingum foreldra barna með þroskahömlun á félagslegri þátttöku þeirra í grunnskóla með jafnöldrum sínum. Einnig að skoða hvernig kennarar upplifa þátttöku þessa nemenda í skólaumhverfinu, bæði í almennum bekk og sérdeild. Rannsóknarspurningarnar voru: Hver er reynsla og væntingar foreldra barna með þroskahömlun af félagslegri þátttöku þeirra í grunnskóla? Hvað einkennir félagslega þátttöku barna með þroskahömlun að mati kennara?
Hér er um eigindlega viðtalsrannsókn að ræða sem gerð var vorið 2016. Þátttakendur voru átta foreldrar barna með þroskahömlun á misjöfnum aldri og annað hvort í almennum bekk eða skráð í sérdeild en með nokkra viðveru í almennum bekk. Einnig voru kennarar þátttakendur í rannsókninni sem áttu það sameiginlegt að hafa áratuga reynslu af því að vinna með nemendum með þroskahömlun, tveir úr almennum bekk og tveir úr sérdeild. Leitast var við að fá innsýn í það að hve miklu leyti nemendur með þroskahömlun eru virkir þátttakendur meðal jafnaldra sinna, hvernig og hvort þeir séu að eignast þar vini, að mati foreldra þeirra og kennara.
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að foreldrar barna með þroskahömlun gera sér vonir um að börn þeirra verði virkir þátttakendur en eftir því sem börn þeirra verða eldri eru foreldrarnir farnir að átta sig á því að það séu óraunhæfar væntingar þar sem börnin þeirra eigi hvorki samleið með jafnöldrum sínum né sameiginleg áhugamál. Upplifun kennaranna gefa til kynna að nemendur séu að umgangast samnemendur með þroskahömlun með umhyggju og góðsemi í huga en ekki vegna þess að þau geti átt samleið með þeim og þróað með sér vináttu.
This study explores how parents and teachers perceive social participation of children with intellectual disabilities in primary school. The main objective of this study was to increase our understanding on what parents of children with intellectual disabilities expect of their children’s social participation in primary schools, and how they experience this. Furthermore, we explore how teachers experience the participation of these students in the school environment, both mainstream and special education programme. We set out to answer the following questions: What do parents of children with intellectual disabilities expect and experience when it comes to their children’s social participation in primary school? What characterizes their social participation according to their teachers?
A qualitative study based on interviews was conducted in the spring of 2016. Participants consisted of parents of 8 children with intellectual disabilities of various age who were either enrolled in a mainstream classroom or special education programme but with some attendance in the mainstream classroom. In addition, teachers were interviewed, two that teach in a mainstream class room and two that teach in a special needs programme. All have considerable experience of working with children with intellectual disabilities. The objective was to gain insight into the level of active participation of children with intellectual disabilities amongst their peers as well as how and if they develop friendships, according to both their parents and teachers.
Results of this study indicate that parents of children with intellectual disabilities set of with the expectations that their children might become active participants but gradually come to the realization, as their children grow older, that these expectations are unrealistic as their children share neither fellowship nor interest with their peers. Teacher’s experiences indicate that students interact with their fellow students with intellectual disabilities because of caring and kindness, but not because of common interest nor the possibility of real friendship.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerð okt. 2016..pdf | 1.53 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Efnisyfirlit.pdf | 464.6 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildaskrá.pdf | 818.45 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna | |
Fylgiskjöl.pdf | 702.8 kB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna |