is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26278

Titill: 
 • Bráðræði eða bragarbót : sameining leikskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur og markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvernig tókst til um það breytingarstarf er fólst í sameiningu tveggja leikskóla í sitt hvoru skólahverfinu. Skoðað var hversu vel tókst til með breytingastjórnunarfræði að leiðarljósi.
  Athyglinni var einnig beint að þróun leikskóla á Íslandi, hvernig starfið byggðist upp í upphafi 20. aldar þegar krafan um dagvistun varð æ háværari vegna breyttra aðstæðna á vinnumarkaðnum.
  Þegar leikskólinn er skoðaður út frá hinni lagalegu hlið þá hefur hann breyst talsvert mikið. Lögin 1973 fjölluðu að mestu um fjármál og kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Lögin frá 2008 fjalla meira um kröfuna um faglegt og metnaðarfullt starf í leikskólunum.
  Rannsóknin var eigindleg og fólst í því að kanna hvernig til tókst við innleiðingu breytinga við sameiningu leikskólanna tveggja, Kató og Smáralundar, og hver faglegur ávinningur varð af sameiningunni.
  Meginniðurstöður eru að sé ekki vel að verki staðið varðandi undirbúning breytinga, og starfsfólk ekki haft með í ráðum strax í ákvörðunarferlinu getur reynst erfitt að fá það til samstarfs. Breytingar geta skapað hræðslu hjá starfsfólki og erfitt getur reynst að fara út fyrir þægindarammann og prófa það sem er nýtt og óþekkt. Ef starfsfólkið er ekki tilbúið getur verið erfitt fyrir skólastjórnendur að halda uppi faglegum metnaði. Skólamenningin í hinum nýja, sameinaða skóla getur jafnvel verið í hættu.
  Niðurstöðurnar undirstrika að ef ákvarðanir um breytingar eru teknar af sveitarstjórnarfólki og fræðsluyfirvöldum án þess að starfsfólk sé haft með í ráðum frá upphafi ferils getur reynst örðugt að koma þeim á. Sé hins vegar vel að verki staðið og öll lykilatriði höfð að leiðarljósi getur breytingaferli heppnast afar vel.
  Lykilhugtök rannsóknarinnar eru: Leikskóli, faglegt starf leikskóla, mannauður, rekstur leikskóla, skólamenning og breytingastjórnun.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of the thesis is to examine the results of the integration of two different preschools in seperated school districts. It is thouroughly examined whether the Organizational Change Theory was employed in the process of change.
  Attention is given to the development of preschool in Iceland in the
  early 20th century when there was a growing demand for a daycare due to
  changed circumstances in the labor market. With a focus on the legal
  perspectives ? can see that the system has changed quite a lot. The Daycare Act of 1973 largely centered on finances whereas the legislation of the Preschool Act (2008) was a response to an evergrowing demand for a more professional and ambitious policy.
  The research method is qualitative and aims to observe how the change
  management was handled when introducing the integration of the two
  kindergardens as well as evaluating the estimated benefits of the integration. The research indicates that if the staff is not kept involved in the preparation stage of integration and immediate decision making it can be very difficult to get it to cooperate. Changes may create fear and many are they who find it difficult to go beyond the comfort zone and try out what is new and different. If the staff is not ready it can be difficult for school administrators to maintain professional ambition and the school culture in the unified school may even be at risk. These results underline that if changes are decided on by local education authorities without the involvement of staff right from the start it may cause problems and delay the process. On the other hand the process of change can easily succeed when key factors are taken good care of.
  Key terms are: Preschool, professional vocation, human capital, school management, school culture and change management.

Samþykkt: 
 • 24.10.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26278


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna