is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26281

Titill: 
  • Beint af stóra sviðinu : Þjóðleikhúsið í skotlínu sjónvarpsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér verður skoðuð útsending Þjóðleikhússins í Ríkissjónvarpinu frá leikgerð Þorleifs Arnarssonar og Símonar Birgissonar eftir bók Einars Más Guðmundssonar, Englum Alheimins, þann 30.3. 2014 og rannsakað hvort hægt sé að miðla leiksýningu í sjónvarpsútsendingu.
    Sjónarhorn áhorfenda í leikhúsi og sjónvarpi verður skoðað út frá kenningum fyrirbærafræði og Jacques Derrida. Miðlun og endurmiðlun verður rannsökuð út frá skrifum Marshall McLuhan, Steve Wurtzler, Greg Giesekam og Susan Sontag, hvernig miðlar endurmiðla öðrum miðlum og þá sérstaklega hvernig lifandi sviðsframkoma er greind út frá miðlaðri sviðsframkomu eða skorti á miðlun, og hvar mörkin liggja þeirra á milli. Kenning Phelan um lifandi sviðslist sem þá list, sem hlýðir ekki kröfunni um fjölföldun verður tekin til hliðsjónar þegar skoðað verður hvort hægt sé að endurmiðla sviðsverki, og sviðsetning The Wooster Group á Hamlet. Spurt verður hvort leikhús og sjónvarp séu hvoru tveggja miðlandi listform og að hve miklu leyti.
    Skoðaðar verða niðurstöður rannsókna frá Bretlandseyjum af útsendingum National Theatre og Royal Shakespeare Company sem hafa náð til 22 landa, m.a. Íslands, og viðbrögð leikhúsfólks þar við þeim tilraunum. Tilgangur Þjóðleikhússins og RÚV með samstarfi sínu verður skoðaður út frá ummælum Þjóðleikhússtjóra og marxískri greiningu Pierre Bourdieu, um efnahagslegt, félagslegt og menningarlegt auðmagn. Ritgerð Walter Benjamin, The Work of Art in the Age of Mechanical Reproduction, verður lögð til grundvallar vangaveltum um áhrifum útsendingarinnar á leikverkið, hvort hún varðveiti það eða geti valdið sjálfu verkinu einhverju tjóni, og borin saman við kenningar Susan Sontag og fyrrnefndar kenningar Peggy Phelan. Þá verður útsendingin sjálf greind út frá þeim niðurstöðum, auk kenninga Derrida um afbyggingu og skrifum Roland Barthes um dauða höfundarins.

Samþykkt: 
  • 24.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26281


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Haukur Valdimar Pálsson BA.pdf654.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna