Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26285
Áhugi á fjólómettuðum fitusýrum (PUFAs) hefur aukist með meiri þekkingu á mikilvægi þeirra í þroska og sem vörn gegn ýmsum heilsukvillum hjá mönnunum. Því hafa PUFAs verið notaðar í fæðu fyrir bæði menn og dýr. Sýnt hefur verið fram á að olíumyndandi örverur af ætt Thraustochytriaceae geti nýtt sér aukaafurðir sem falla til úr iðnaði, t.d. frá bakaríum og bruggverksmiðjum. Olía þessi inniheldur fjölómettaðar fitusýrur (PUFAs) t.d docosahexaenoic sýru (DHA). Markmið verkefnisins var að athuga hvort Sicyoidochytrium minutum gætu nýtt sér aukaafurðir sem falla til í landbúnaði sem fæðu.
Í þessu verkefni voru innyflum úr nautgripum (lunga og milta) og sauðfé (bris) safnað og brisið notað sem ensímhvati við niðurbrot innyflanna. Tær próteinlausn fékkst eftir nokkrar tilraunir, þar sem innyflunum (lungu eða milta) var blandað saman í jöfnum hlutföllum við ensímgjafann (bris) og þynnt með eimuðu vatni, alls í 12 hlutföll. Próteinlausnir frá aukaafurðunum (BYPP) voru mældar við ljósþéttni 280 nm (OD280nm) og staðall notaður með Kjeldahl mælingu og OD280nm til að meta próteinstyrk BYPP fyrir ræktunartilraunir. Frumumassinn var spunninn niður eftir ræktunartilraunir, þveginn og frostþurrkaður, áður en sýni voru undirbúin fyrir fitusýrugreiningu í GC-FID tæki.
Niðurstöður sýna að S. minutum gat nýtt sér aukaafurðir frá landbúnaði þar sem þurrvigt eftir vöxt í BYPP milta æti var 1,44 g/L og 1,14 g/L í BYPP lunga æti, samanborið við 1,92 g/L í viðhaldsæti. S. minutum ræktað í BYPP lunga æti innihélt 28,17% olíu af þurrvigt, þar af 25,24% docosahexaenoic sýru (DHA), 34,96% palmitic sýru and 5,7% eicosapentaenoic sýru (EPA). DHA magn var marktækt minna í frumumassa ræktuðum í BYPP lunga æti miðað við ræktun í viðhaldsæti. Fitusýrugreiningar sýna að S. minutum ræktaðar í æti úr BYPP lunga geta búið til langar fjölómettaðar fitusýrur, til dæmis DHA og EPA og því áhugaverðar sem fæðubót fyrir menn og dýr.
Polyunsaturated fatty acids (PUFAs) have been linked to lower
occurrence of several health problems in humans, and play an
important role in nerve development. Due to their apparent health
benefits, they are incorporated into food supplements for humans and
also used to enrich animal feed. Microorganisms, such as
Thraustochytriaceae, are able to utilize by-products from industry, e.g.
breweries and bakeries, to synthesize various PUFAs. The aim of this
project is to investigate whether oil producing Thraustochytriaceae,
specifically Sicyoidochytrium minutum, could utilize by-products from
agriculture, thus converting a low value by-product into high value
PUFAs.
By-products from cattle (lungs and spleens) and sheep (pancreas)
were gathered and used as a nitrogen source for S. minutum. Clear byproduct peptone (BYPP) solutions received after incubation with
intestines, lung or spleen, mixed with equal amount of enzyme
catalyst, pancreas, and diluted with dH2O in 12 ratios were used in
growth experiments. Kjeldahl and optical density at 280nm
measurements were used to estimate protein concentration before
conducting growth experiments. Cell biomass was spun down, washed
and freeze-dried before samples were fatty acid analyzed with GC-FID
instrument.
Results show S. minutum were able to utilize BYPP made from
pancreatic digestion of lung and spleen, resulting 1.14 g/L and 1.44
g/L respectively, compared to 1.92 g/L in basal medium (BM). Fatty
acid analysis of S. minutum biomass grown in lung BYPP contained
28.17% oil, thereof 25.24% docosahexaenoic acid (DHA), 34.96%
palmitic acid and 5.7% eicosapentaenoic acid (EPA), calculated from
total fatty acid content. DHA content was significantly lower than
received in BM. Fatty acid analyses show that S. minutum cultivated in
lung BYPP can produce long chain polyunsaturated fatty acids, for
instance DHA and EPA, desirable to enrich diet for human and
animals.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
meistararitgerdin_HeidrunE.pdf | 3.02 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |