is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26286

Titill: 
 • Titill er á ensku Seasonal and in-plant variation in composition and bioactivity of Northern Dock (Rumex longifolius DC.) extracts
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Njólinn (Rumex longifolius) hefur löngum verið þyrnir í augum bænda og er álitinn illgresi. Á öldum áður var hann notaður í mat hér á landi vegna heilsusamlegra áhrifa og meðal annars notaður gegn skyrbjúg, hægðatregðu og sem heilandi áburður á sár. Þar sem njólinn er harðgerð jurt sem hefur verið nýtt í alþýðulækningum var áhugavert að kanna hvort að einhver fótur væri fyrir þeim hefðum sem þar var að finna. Andoxandi- og bólguhamlandi eiginleikar njólans hafa ekki verið rannsakaðir áður, hvorki hér á landi né annarstaðar í heiminum. Plöntur af sömu ættkvísl, R. acetosa og R. acetocella hafa þó verið rannsakaðir víða og sýnt hefur verið fram á að fótur er fyrir þeim eiginleikum sem alþýðulækningar segja til um með rannsóknum. Tilgangur rannsóknarinn var því að kanna hvort að njólinn hefði til að bera græðandi eiginleika á sár og væri heilsusamlegur. Laufblöðum, fræjum og rótum njólans var safnað yfir þriggja mánaða tímabil á einu túni í Eyjafirði (4 júní, 4 júlí og 4 ágúst, 2013) til samanburðar og dregið úr honum virk efni með etanóli, metanóli og vatni og notaðar til þess soxhlet og dreypiaðferð. Phenol magn, andoxun og hindrandi eiginleikar á ensími sem tengist bólguviðbrögðum voru mældir með nokkuð þekktum aðferðum og tækifærið var nýtt til að setja upp aðferðir við Háskólann á Akureyri sem ekki hafa verið nýttar þar áður.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að frostþurrkuð njólarót þar sem virk efni voru dregin út með etanóli og með dreypiaðferð, inniheldur þó nokkuð magn phenola sem reyndust hafa til að bera andoxandi eiginleika. Mæling á hömlun á 5-LOX ensýminu gaf til kynna að einungis eitt sýni reyndist hindra ensímið, sem einnig kom úr rót. Í þessari rannsókn hefur verið sýnt fram á að Njólinn hefur til að bera andoxandi og hömlun á bólguþáttum og mælt er með frekari rannsóknum á plöntunni.
  Lykilhugtök: Njóli, lækningajurt, plöntuefni, phenól, andoxun, bólguhamlandi, 5-LOX.

 • Útdráttur er á ensku

  Traditionally, Northern dock (Rumex longifolius) was known in Iceland for its health benefits and was used medicinally as a diuretic against scurvy, and as a wound healing plant. The aim of this M.Sc. project was to scientifically study if there was any foundation in the folklore; antioxidation and inhibition of inflammatory enzymes in this plant have not been studied before. Plants from the same genera such as R. acetosa and R. acetocella have been widely studied for these activities. Leaves, seeds and roots of Rumex longifolius plants were collected for comparison at three sampling times at the same plot in Eyjafjörður on the 4th of June, 4th of July and 4th of August in 2013. Plant
  samples were extracted with methanol, ethanol and water using soxhlet and percolation as extraction methods, to determine total phenolic and total sugar content, antioxidant activity, and inhibitory of 5-LOX enzyme properties. This was also an opportunity to set up new methods not currently being used at the Universtity of Akureyri. Results of the study suggest that R. longifolius contains considerable amount of phenols and has bioactive properties, especially antioxidative porperties. The highest values for phenolic content, carbohydrates and antioxidative properties was found in roots of R. longifolius, when the roots were picked in June, air or freeze dried and extracted using
  ethanol and percolation. Inhibitory evaluation of the 5-LOX enzyme showed that one sample out of six showed inhibition. In this research it has been confirmed that R. longifolius has antioxidative and inhibitory properties, and it is suggested as a candidate for further studies.
  Key concepts: Northern dock, Rumex longifolius, phytochemicals,
  phenolics, anti-oxidant, anti-inflammatory, 5-LOX.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 15.10.2030.
Samþykkt: 
 • 25.10.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26286


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Árný Ingveldur Brynjarsdóttir.pdf2.08 MBLokaður til...15.10.2030HeildartextiPDF