is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26287

Titill: 
  • Lifandi viðfang : hvernig Tengdó breytti Magneu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heimildaleikhús fæst við raunveruleikann. Höfundar heimildaleikhúss fást við raunverulega atburði, raunverulegar sögur og raunverulegt fólk. Oft og tíðum er viðfangsefni sýninga sem notast við raunverulegar heimildir núlifandi einstaklingar. Lifandi viðfang getur haft töluverð áhrif á framvindu leikverks, fái manneskjan að taka þátt í vinnuferlinu. Vinna með lifandi viðfang getur reynst höfundum og aðstandenum sýningar erfið og hefur í för með sér ýmsar flækjur. Þegar sýningin Tengdó, sem sýnd var í Borgarleikhúsinu árið 2012, var fullbúin og tilbúin til sýninga hefði hún getað verið blásin algerlega af, ef Magneu, hinu lifandi viðfangi, hefði mislíkað verkið. Þegar lifandi viðfang sýnir tilfinningaleg viðbrögð við að sjá verk um sig, munu aðstandendur verksins mjög líklega taka það til sín og viðbrögðin hafa áhrif á vinnuferlið. Þess vegna er vandasamt að finna réttan flöt á því hversu mikið lifandi viðfang tekur þátt í sköpuninni, hversu mikið það er upplýst um ferlið og hvaða völd höfundar gefa viðfanginu. Það eru fleiri hliðar á þessu máli, en þegar lifandi viðfang er annars vegar, er oft verið að fjalla um persónuleg mál viðkomandi. Dæmi um að heimildaverk hafi breytt lífi lifandi viðfangs er fyrrnefnd sýning; Tengdó en hún hafði veruleg áhrif á Magneu Jónu, sem verkið fjallar um. Það er athyglivert að skoða þessi áhrif, kosti og galla heimildaleikhúss, virkni og flækjur þegar lifandi viðfang er annars vegar.

Samþykkt: 
  • 25.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26287


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð Kolfinna.pdf612.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna