is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26288

Titill: 
  • Áhættuhegðun barna og unglinga á Internetinu : sjálfskaðandi- og sjálfsvígshegðun
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Internetið leikur stórt hlutverk í lífi ungmenna og hefur notkun þeirra og aðgengi breyst töluvert síðastliðin ár. Auðvelt er að komast þar í kynni við efni um sjálfskaðandi- og sjálfsvígshegðun en það hefur ýmis áhrif á þau, bæði jákvæð og neikvæð. Ákveðið áhyggjuefni þykir að hver sem er, á hvaða aldri sem er geti auðveldlega nálgast efni af þessu tagi og benda fyrri rannsóknir til þess að ákveðnir þættir hafi áhrif á það hvort að þau komist í kynni við slíkt efni á Internetinu. Því var markmið rannsóknarinnar að kanna hvort tengsl væru á milli ákveðinna þátta og þess að 11-16 ára börn og unglingar hefðu séð vefsíður á Internetinu þar sem fjallað var um sjálfskaðandi- eða sjálfsvígshegðun, það er aðferðir til að skaða sig eða taka eigið líf. Þættirnir voru kynferði, aldur, búseta, þjóðfélagsleg staða, dagleg notkun snjalltækja, fjöldi atriða sem börn og unglingar gera á Internetinu og einelti. Unnið var með gögn úr megindlegum hluta Net Children Go Mobile sem safnað var árin 2013-2014 í sjö Evrópulöndum um netnotkun barna og unglinga á aldrinum 9-16 ára. Hér var aðeins unnið með aldurshópinn 11-16 ára eða alls 2645 þátttakendur. Niðurstöður sýndu að ákveðnir þættir voru til staðar sem höfðu áhrif á hvort börn og unglingar hefðu séð vefsíður af þessu tagi, þó voru áhrifin mismikil. Þeir þættir sem höfðu hvað mest áhrif í þessari rannsókn voru áhrif búsetu og þess að hafa lent í einelti, innan Internetsins eða utan þess.

  • Útdráttur er á ensku

    The Internet plays a great role in young people's lives and the use of it and access has changed considerably in recent years. Content on self-injurious- and suicide behaviour is relatively easy to access on the Internet and it affects them in various ways, both positive and negative. It is definitely a concern that anyone, at any age can easily access content of this kind and previous studies have suggested that certain factors influence whether they come in contact with such content on the Internet. Therefore, the aim of this study was to examine the link between certain factors and whether children and teenagers aged 11-16 years had seen websites on the Internet where people discussed self-injurious- or suicide behaviour, namely ways of harming themselves or ways of committing suicide. The factors examined were gender, age, residence, socio-economic status, daily use of smart phones or tablets, number of online activities and being a victim of bullying. The study draws on data from the Net Children Go Mobile project, collected in 2013-2014 on children and teenagers aged 9-16 years who are Internet users in seven European countries. Data from participants aged 11-16 years were used in this study, a total of 2645 participants. Results showed that the examined factors did affect whether children and teenagers had seen websites where people discussed self-injurious- or suicide behaviour, however, the effects differed. The factors that had the most effect in this study were the effects of residence and having experienced bullying, online or offline.

Samþykkt: 
  • 25.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26288


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - Þóra Bryndís.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna