is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2629

Titill: 
 • Heimkoma útsendra starfsmanna íslenskra fyrirtækja með starfsemi á alþjóðlegum vettvangi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á það hvernig íslensk fyrirtæki sem
  starfa á alþjóðlegum vettvangi taka á móti útsendum starfsmönnum þegar þeir koma
  aftur heim til Íslands. Rannsóknarspurningin er eftirfarandi: Hvernig er heimkomuferli útsendra starfsmanna háttað hjá íslenskum fyrirtækjum með starfsemi á alþjóðlegum vettvangi?
  Rannsóknin er unnin eftir eigindlegri aðferðafræði. Tekin voru sjö viðtöl við
  mannauðsstjóra og starfsmenn mannauðssviða hjá íslenskum fyrirtækjum sem starfa
  á alþjóðlegum vettvangi. Auk þess var tekið viðtal við mannauðsstjóra og starfsmann á mannauðssviði utanríkisþjónustunnar til að fá samanburð á ríkisstofnun og einkareknum fyrirtækjum.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að ekki er til staðar ákveðið heimkomuferli fyrir útsenda starfsmenn sem mannauðsstjórar fara eftir þegar starfsmenn koma aftur heim. Stjórnendur láta starfsmenn þó oftast vita við heimkomu að ef eitthvað kemur upp á hjá þeim þá geti þeir alltaf leitað til
  mannauðssviðs eða stjórnenda ef þeim vantar aðstoð. Samskipti stjórnenda við útsenda starfsmenn eru í flestum tilfellum mjög góð og í tengslum við verkefni starfsmanna. Það er margt sem stjórnendur fyrirtækjanna þurfa að gera betur sem getur leitt til þess að heimkoma starfsmanna og fjölskyldu þeirra verði mjög góð.
  Utanríkisþjónustan stendur sig betur hvað varðar heimkomuferli en fyrirtækin en þar
  er ákveðið tímabil á hverju ári sem flutningar til og frá Íslandi standa yfir og
  undirbúningur er að minnsta kosti hálft ár. Þó hafa komið upp vandamál við að finna
  stöðu fyrir starfsmann við heimkomu. Utanríkisþjónustan veitir starfsmönnum og
  fjölskyldum þeirra stuðning við heimkomu en fyrirtækin veita fjölskyldum engan stuðning. Samskipti við útsenda starfsmenn eru mjög góð og nokkurnveginn með sama hætti og við þá starfsmenn sem starfa hér á landi.

Samþykkt: 
 • 14.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2629


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak_fixed.pdf439.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna