en English is Íslenska

Thesis (Master's)

Iceland University of the Arts > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26290

Title: 
  • Title is in Icelandic Dans og heilbrigði : þáttur heilsunnar á nútímadansbraut framhaldsskóla
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þessi ritgerð er innlegg í umræðu innan dansheimsins um heilsuvænni kennsluhætti. Hugtakið heilsa er hér notað í breiðum skilningi og á við um alla þætti hennar: andlega, líkamlega og félagslega heilsu og tekur einnig mið af aðlögunarhæfni einstaklinga og þori til að eltast við drauma sína. Ritgerðinni er skipt í fjóra megin kafla. Í fyrsta kafla er sagt frá mismunandi dansstefnum og hlutverki dansþjálfunar. Þar eru raktir helstu heilsueflandi eiginleikar sem og áhættuþættir tengdir dansþjálfun en þar má helst nefna meiðsl og andlegt og líkamlegt álag. Í kafla tvö er farið yfir kennslufræðilegar hugmyndir Eisners og Deweys og jafnframt farið yfir kenningar Myers og Faust um nálganir í hreyfimennt. Í þriðja kafla er farið yfir stöðu framhaldsskólakennslu í nútímadansi á Íslandi út frá námskrá menntamálaráðuneytisins og það starf sem fer fram á nútímadansbrautum landsins. Í niðurstöðukafla er velt upp spurningum um hvernig mætti bæta nám í listdansi á framhaldsskólastigi enn frekar og tillaga sett fram um stofnun samtímadansbrautar þar sem heilbrigði hefur mikið vægi í námsúrvali og kennsluáherslum. Samkvæmt kenningum fyrrnefndra fræðimanna efla hreyfing og líkamsmeðvitund heilsu okkar, líkamslæsi, tilfinningalæsi og innsæi. Með því að huga að líkamsmeðvitund og sjálfsþekkingu í danskennslu gefum við nemendum aukið vald yfir eigin líkama og tilfinningum, en það ýtir undir sjálfstæði þeirra og sjálfstraust. Eins gefa einstaklingsmiðaðri markmið nemendum vald yfir eigin framtíð sem hefur einnig jákvæð áhrif á andlega heilsu þeirra. Vonandi vekur þessi ritgerð samtal og umhugsun meðal annarra innan fagsins um möguleika heilsunnar og einstaklingsmiðað nám og spilar þannig sinn þátt í að valdefla dansnemendur á Íslandi og stuðla að aukinni vellíðan þeirra.

  • This thesis is meant to contribute to discussions within the dance world relating to healthier teaching methods. The term health is used here in the broadest sense and takes into account all of its facets: mental, physical and social, as well a person’s adaptability and initiative in following their dreams. The text is organized into four chapters, the first of which gives an overview of different styles of dance, their history and the purpose of dance training. Health benefits of dance training are listed as well as risk factors related to dance training such as injury and mental and physical strain. In the second chapter, several educational and health-related theories are brought to light. The third chapter contains information on the status of secondary-level modern dance education with regards to the formal curriculum set by the Ministry of Education, Science and Culture and with regards to what is currently being taught in the schools. In the final chapter, solutions to questions regarding the improvement of secondary-level dance education are discussed and a suggestion is made for a potential secondary-level curriculum that focuses on health, both in educational material and teaching methods. According to the theories of Eisner, Dewey, Myers and Faust, movement has a positive effect on our health, physical literacy, emotional literacy and intuition. By taking body awareness and self awareness into account when teaching dance, we give students greater power over their bodies and emotions, which promotes their independence and self-confidence. Individualized goals also give students power over their future which in turn empowers them and promotes better mental health. Hopefully this thesis will be an impetus for more attention within the profession to the vast potential of health and individualized learning in dance training and can in that way play a part in empowering dance students in Iceland and promoting their over-all health.

Accepted: 
  • Oct 25, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26290


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Skemman.pdf1.56 MBOpenHeildartextiPDFView/Open