Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26291
Þetta lokaverkefni er til B.A.- gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum frá Háskóla
Íslands. Áhugi minn á þessu verkefni er mikill en er ég búinn að fara fram og til baka með þetta verkefni. Markmið þessa verkefnis er að kanna tómstundir samkynhneigðra
einstaklinga, með yfirheitinu hinsegin tómstundir, hvort eitthvað sé sameiginlegt með því að vera samkynhneigð stúlka og spila fótbolta, eða vera samkynhneigður strákur og stunda fimleika, og hvort það sé yfirhöfuð einhver tenging þarna á milli. Það er að segja, stunda allir það sama og upplifa það sama eða er það breytanlegt. Er einelti meira í garð samkynhneigðra og hefur það áhrif á val tómstunda? Eða er einelti ekki meira í garð samkynhneigðra en annara.
Verkefnið mitt skiptist í heimildarmynd og greinargerð. Í heimildamyndinni eru tekin
viðtöl við einstaklinga sem eiga það öll sameinginlegt að vera samkynhneigð.
Í greinargerðinni er efnið sett saman á fræðilegan hátt. Tilgreindir kaflar eru um
tómstundir, hópastarf, Samtökin 78, kynhneigð, samkynhneigð, kynvitund,
kynhneiðgarhroka, einelti, framkvæmd og aðgerðir ásamt niðurstöðum.
Við upphaf þessa ferðalags var ég með ákveðna skoðun og ímynd á því sem ég var að
gera. En við lok þessa verkefnis kom annað í ljós og voru niðurstöðurnar ekki í samræmi
við upphaflegar hugmyndir.
Lykilorð: Greinargerð, tómstundir, hópastarf, Samtökin 78, kynhneigð, samkynhneigð,
kynvitund, kynhneigðarhroki, heimildamynd.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerd-Hinsegintomstundir-PallMagnusGudjonsson-mai2016.pdf | 303.4 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Vefslóðir á heimildamynd- Páll Magnús Guðjónsson- maí2016.pdf | 292.59 kB | Lokaður til...01.01.2136 | Fylgiskjöl | ||
Páll_Magnús_2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_.pdf | 157.28 kB | Lokaður | Yfirlýsing |
Athugsemd: Heimildamyndir ekki til birtingar nema með leyfi og leiðsögn höfundar og lokaðar eins lengi og hægt er.