Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26292
Útflutningur ferskra hvítfiskflaka og -bita hefur aukist hratt síðastliðinn áratug. Ár frá ári eykst magn af ferskum flökum og bitum sem flutt eru frá Íslandi sjóleiðis. Vara sem var nánast eingöngu flutt með flugi fyrir áratug er nú nánast til jafns flutt með skipum. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að kostnaður við að flytja vöruna með skipi er allt að þrisvar til fjórum sinnum lægri auk þess sem sótsporið er umtalsvert minna.
Markmið þessa verkefnis er að greina þróun flutninga á ferskum flökum og bitum frá Íslandi undanfarin ár. Einnig að meta áhrif þess á gæði og geymsluþol þegar ferskri afurð er pakkað á hefðbundinn hátt í frauðkassa samanborið við að pakka henni í ískrapa í ker. Í síðasta lagi að bera saman umbúða- og flutningskostnað þessara tveggja pökkunaraðferða.
Niðurstöðurnar sýna að magn ferskra flaka og bita sem flutt er með skipum frá Íslandi tæplega sexfaldaðist frá 2004 til 2014. Árin 2013 og 2014 fór um 90% af þeim fersku flökum og bitum sem fluttir voru með skipum á tvo markaði; Bretland og Frakkland. Niðurstöður rannsókna sýna að sterk jákvæð tengsl eru milli lengra geymsluþols og þess að pakka afurð í ískrapa í ker samanborið við frauðkassa. Ískrapinn bætti einnig upp fyrir skort á forkælingu fyrir pökkun. Niðurstöður kostnaðargreiningar sýna að umtalsvert ódýrara er að pakka vöru í ker en frauðkassa. Þá er flutningskostnaðar einnig lægri í flestum tilvikum þegar ker eru borin saman við frauðkassa. Meira en helmingi lægri ef borinn er saman kostnaður við að flytja fullan gám af kerum annars vegar og 3 kg frauðkössum hins vegar. Sveigjanleikinn við notkun kera er þó mun minni og dregur það úr notkunarmöguleikum.
Lykilorð: Ferskfiskflutningar, sjóflutningar, geymsluþol, kostnaðargreining, kæling, frauðkassar, ker.
Export of fresh white fish fillets and loins from Iceland has increased rapidly over the last decade. More and more fillets and loins are transported with ships. What used to be an exclusive air freight business is now almost equal. Previous research has shown that the cost of sea freight is as much as 3-4 times lower and has a much smaller carbon footprint.
The aim of this thesis is to analyze this development and compare quality and cost of traditional packaging in expanded polystyrene (EPS) boxes to packing the product in tubs containing slurry ice.
The results show that the volume of fillets and loins transported with ships from Iceland nearly six folded from 2004 to 2014. In 2013 and 2014 almost 90% of the volume being shipped went to two markets; Britain and France. Results of storage life experiments showed strong positive relations between packing product in slurry ice and longer storage life, when compared to traditional packing solutions. The slurry ice also amended for the lack of precooling fresh fish products before packing.
Results show that cost of packing product in tubs is significantly lower than using EPS-boxes. Transportation cost was also lower in most cases when using tubs than EPS, as much as half of the cost when compared to the smallest EPS-box (3 kg) in a full container. Tubs do not offer the same flexibility when shipping product and that hinders their use.
Key words: Fresh fish transport, sea transport, storage life, cost analysis, cooling, expanded polystyrene boxes, tubs.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MSc Bestun_Asgeir_Jonsson.pdf | 2,19 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_16 aj.pdf | 470,37 kB | Lokaður | Yfirlýsing |