is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26294

Titill: 
  • Titill er á ensku Maternal pre-eclampsia/eclampsia during pregnancy and academic progress in the offspring. A prospective population-based cohort study
  • Tengsl meðgöngueitrunar/meðgöngukrampa við námsframvindu barna. Framsýn lýðgrunduð ferilrannsókn
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Háþrýstingssjúkdómar flækja allt að 10% af meðgöngum. Rannsóknir hafa sýnt fram á hugsanleg tengsl milli háþrýstings mæðra á meðgöngu og taugaþroska barna en niðurstöður eru ekki einhlítar. Tilgátan okkar var sú að börn útsett fyrir meðgöngueitrun/meðgöngukrampa væri hættara á slökum árangri á stöðluðum samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði sem lögð eru fyrir í 4., 7. og 10. bekk á landsvísu samanborið við óútsett börn. Við framkvæmdum framskyggna hóprannsókn þar sem við notuðum lýðgrundaðar gagnaskrár til að fylgja eftir öllum börnum fæddum á Íslandi milli 1. janúar 1989 og 31. desember 2004 frá móðurkviði til loka ársins 2014. Rannsóknarhópurinn innihélt þannig 63,014 einstök börn. Eftir að hafa leiðrétt fyrir mögulegum blöndunarþáttum tengdist meðgöngueitrun/meðgöngukrampi lægri árangri í 4. bekk í stærðfræði (-0.46; 95% CI: -0.03, -0.89) en ekki í íslensku (-0.27; 95% CI: -0.70, 0.16). línulegar breytingar bæði í stærðfræði (-0.10; 95% CI: -0.34, 0.14) og íslensku (0.06; 95% CI: -0.16, 0.28) reyndust ómarktækar.
    Meðgöngueitrun/meðgöngukrampi tengist lægri árangri í stærðfræði í fjórða bekk grunnskóla, en munurinn er minni en einn tíundi úr staðalfráviki sem gefur til kynna lítil áhrif. Þrátt fyrir að línuleg breyting milli mæklinga reyndist ómarktæk bendir hún til þess að útsett og óútsett börn séu að sundurgreinast enn frekar með hverri mælingu í stærðfræði. Þörf er á frekari rannsóknir með enn lengri eftirfylgd til að leggja mat á sambandið í ljósi þeirra niðurstaðna sem settar hafa verið fram og hvort hugsanlegur munur á námsárangri á milli þessara hópa eykst, minnki eða haldist sá sami.

  • Útdráttur er á ensku

    Hypertensive disorders complicate up to 10% of pregnancies. Studies have suggested a potential association between maternal hypertensive disorders during pregnancy and offspring neurodevelopment later in life, but remain inconclusive. We hypothesized that children exposed to pre-eclampsia/eclampsia during pregnancy are at an increased risk of underperforming on national standardized tests in the language arts and mathematics in 4th, 7th and 10th grades, compared with children from normo-tensive pregnancies. In order to address this, we conducted a prospective population- and register-based cohort study following children born in Iceland between January 1st 1989 and December 31st 2004 from prenatal life until the end of 2014 resulting in a final study population of 63,014 individual children. After adjusting for potential confounders pre-eclampsia/eclampsia was associated with lower scores in the 4th grade in mathematics (-0.46; 95% CI: -0.03, -0.89) but not in the language arts (-0.27; 95% CI: -0.70, 0.16). Change differentials in both academic subjects, namely mathematics (-0.10; 95% CI: -0.34, 0.14) and the language arts (0.06; 95% CI: -0.16, 0.28), were non-significant. Pre-eclampsia/eclampsia is associated with small differences in test scores in mathematics in the 4th grade with reported differences of less than a tenth of a standard deviation indicating that the estimated effect is not very large. Although non-significant, the outcome trajectories seem to indicate that the two exposure groups are diverging in mathematics and converging in the language arts. Further research into the association that extends further into adolescence and early adulthood is warranted in order to investigate the hypothesized relationship in light of the presented evidence.

Samþykkt: 
  • 27.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26294


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Friðgeir Andri Sverrisson.pdf906.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan_fridgeir_271020162975_001.pdf1.89 MBLokaðurYfirlýsingPDF