en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Iceland University of the Arts > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26295

Title: 
  • Title is in Icelandic Sjónræn tjáning leturs
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í okkar daglega lífi erum við umkringd letri, nánast hvert sem við lítum er einhverskonar leturnotkun. Það er nánast óhugsandi að ímynda sér hið daglega líf án þess. Leturgerðir hafa verið til frá öróvi alda og er afrakstur af yfir 5000 ára þróun, frá hlutbundnum hellamyndum yfir í stafrænt form. Kjarni leturs er að þýða talað tungumál yfir í sjónrænt form. Munnlegar áherslur tungumáls gefa tungumáli okkar líf, án þess væri tungumálið líflaust og flatt. Letur í eðli sínu býr ekki yfir þeim mikilvægu þáttum sem talað mál býr yfir eins og styrkleiki, hraði, og taktur. En á meðvitaðan hátt getur hönnuður ljáð letri sína rödd. Í þessari ritgerð kanna ég sjónræna eiginleika leturs og tjáningarmöguleika þess. Ég byrja á því að rekja sögu leturs og skoða áhrif tækniframfara á þróun þess. Síðar fjalla ég um nokkrar kenningar um hvernig við skynjum letur og hvernig persónuleg vitneskja og upplifanir hafa áhrif á túlkun okkar á rituðu máli. Í framhaldi af því mun ég fjalla um hvernig letur talar til okkar. Í því samhengi mun ég sýna dæmi um hvernig letur getur talað til okkar með mismundandi rödd á sjónrænan máta. Einnig fjalla ég um samband hönnuðar og leturs. Hönnuður hefur það vald að geta handleikið upplýsingar á þann veg sem honum sýnist með leturnotkun sinni. Hvort sem markmiðið er að dýpka skilning á upplýsingum, ljá orðum nýja merkingu eða einfaldlega sýna upplýsingar á skýrari og skilvirkari hátt. Hönnuður verður að vera meðvitaður um hver skilaboðin eru því orð eru myndbirting tilfinninga og hugmynda sem hafa áhrif á lesandann. Með sjónrænni tjáningu leturs getur hönnuður kallað fram hughrif og lýst upp nýjar hugmyndir.

Accepted: 
  • Oct 27, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26295


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
SjonraenTjaning.pdf6.71 MBLockedHeildartextiPDF