is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26298

Titill: 
  • Getur þorp alið upp og menntað barn? : samstarf skóla, heimila og samfélags
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari ritgerð er að varpa ljósi á stefnuna Uppeldi til ábyrgðar í skólum, og þá einkum hvort hún geti verið leiðbeinandi fyrir samstarf við heimilin og samfélagið.
    Undanfarin ár hafa grunnskólar leitast við að innleiða ýmsar uppeldisstefnur eða aðferðir til að betrumbæta allt skólastarf. Hvort sem vinna á með betri samskipti, agamál, starfshætti, líðan eða námsáhuga þá eru ýmsar leiðir færar og af nógu að taka. Ég valdi að kynna uppeldisstefnunna Uppeldi til ábyrgðar, þar sem hún er ekki einungis stefna sem snýr að aga- og samskiptamálum í skólum heldur góð leið fyrir alla til að skoða sín lífsgildi.
    Ég greini stefnuna um Uppeldi til ábyrgðar með hliðsjón af líkani Epstein um farsælt samstarf heimila, skóla og samfélags, og þá einkum út frá þeim sex sviðum sem hún telur að vinna þurfi með til að geta náð hármarks árangri í samstarfinu. Megin niðurstöður benda til þess að stefnan Uppeldi til ábyrgðar sé vel til þess fallin að styrkja samstarf heimila, skóla og samfélags, einkum með stuðningi við foreldra í uppeldishlutverkinu og til þess að hafa jákvæð áhrif á gildi í samfélaginu. Þó má styrkja það enn frekar með því að leggja aukna áherslu á þátttöku foreldra í skólastarfinu og í ákvarðanatöku þeirra um nám barna sinna. Í lokin bendi ég foreldrum, skólafólki og öðrum uppalendum á nokkur atriði sem ég tel að við eigum að kenna börnum okkar, sem geta nýst vel og haft áhrif á framtíðarsamfélagið. Kennum börnum okkar að það sé í lagi að gera mistök, og að við þurfum að viðurkenna mistökin og læra af þeim. Það er ekki heilbrigt samfélag sem hefur að geyma fólk sem sífellt felur mistök sín.

Samþykkt: 
  • 31.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26298


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil sumar 2016 Anna Lind Ragnarsdóttir.pdf2,04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
anna+lind+ragnarsdóttir.tif120,57 kBLokaðurYfirlýsingTIFF