is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26299

Titill: 
 • Orðmyndun á samfélagsmiðlum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á samfélagsmiðlum spjalla einstaklingar sín á milli með málsniði sem yfirfærir talmálið á ritmál og slanguryrði eru algeng. Einnig eru áhrif ensku áberandi. Markmiðið með ritgerðinni er að skoða hvaða orðmyndunarreglur eru notaðar og setja niðurstöðurnar í samhengi við varðveislu og eflingu íslenskrar tungu. Í fræðilega hlutanum er fjallað um málkunnáttufræði, orðmyndun, setningar og segðir, lærða og virka orðmyndun, þróun orðaforðans og málbreytingar. Fjallað er um hlutverk Íslenskrar málnefndar og íslenska málstefnu. Málfar í fjölmiðlum er skoðað, þ.e. þróun þess úr ritmáli í talmál og ritmáli í netmál.
  Eigindlegar rannsóknaraðferðir voru notaðar, gagnaöflun var annars vegar með söfnun orða af Facebook og hins vegar með viðtölum. Orðasafnið var flokkað eftir orðmyndunarreglum og orðflokkagreiningu íslenskunnar og viðtölin voru þemagreind.
  Helstu niðurstöður eru að tilgangur samskiptanna kallar á að texti skiljist vel og skýrleiki vegur þungt í framsetningu. Upphrópanir og tákn eru notuð kerfisbundið og ensk orð notuð ef ekki finnast sambærileg íslensk orð. Hefðbundnar orðmyndunaraðferðir eru notaðar en einnig óhefðbundnar. Ensk orð eru annars vegar sett óbreytt í texta og hins vegar löguð að íslensku. Framburðarritháttur orða er algengur, bæði á íslenskum orðum og aðlöguðum enskum orðum. Brottföll í framburði, sem fram að þessu hafa ekki verið algeng í ritmáli, eru algeng.
  Niðurstöðurnar benda til að orðmyndun á samfélagsmiðlum sé að hluta til með nýjum aðferðum. Þær gætu aukið bilið á opinberri stafsetningu og þeirri sem almenningur tileinkar sér. Hugsanlega setur þetta varðveislu tungunnar í nýja stöðu og þann þráð sem hefur verið óslitinn í ritmálinu. Orðaforði tungunnar þarf að ná yfir alla þætti mannlegs samfélags og niðurstöðurnar benda til að ekki megi slaka á í fræðslu og rannsóknum í þessum efnum

 • Útdráttur er á ensku

  Social media now allows individuals to chat online, where they transfer colloquial speech into written language alongside slang. The effects of English language are prevalent. The objective was to analyse which types of word formation are utilised and put the findings into perspective of the evolution of Icelandic, its preservation and reinforcement. The theoretical part discusses generative grammar, word formation in Icelandic, sentences and utterances, learned and active word formation, the development of Icelandic vocabulary and linguistic change. The role of the Icelandic Language Council and Icelandic language policy will also be discussed. Language in media is investigated, its development from written language to spoken language and the development of written language to internet speech which has grown parallel to social media interaction.
  Research was conducted through qualitative methods, both through gathering words samples from Facebook and conducted interviews. The samples were categorised by word formation processes and Icelandic word class analysis, and the interviews by theme.
  The most significant findings are that these communications focus on clear communication, with understanding at its core. Interjections and symbols are used systematically with English words where there is no Icelandic equivalent. The most common word formations of Icelandic are used alongside unconventional ones. English words are both inserted into text unchanged or adjusted to Icelandic grammar. Phonetical writing is common, both for Icelandic words and adjusted English words. Pronounced clipping, that until now has not been observed in written text, is common.
  The findings hint that word formation on social media partly utilises new methods. As such that could lead to a wider distinction between official spelling and popular spelling. This may put the preservation of the Icelandic language into a new position. Icelandic vocabulary needs to cover all aspects of human society and the findings support the need of education and research on the subject.

Samþykkt: 
 • 31.10.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26299


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
anna_snæbjörns_yfirlýsing.pdf38.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF