Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2630
Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða reynslu og skynjun mæðra af algengustu verkjameðferðum sem notaðar eru í fæðingum á Íslandi. Til þess að skoða þessa þætti voru settar fram eftirfarandi rannsóknarspurningar: Hver er algengasta verkjameðferðin sem mæður á Landspítala nota í fæðingu? Hvaða verkjameðferð virðist draga mest úr verkjum í fæðingu hjá mæðrum sem fæða börn sín á Landspítala? Hvaða verkjameðferð eru mæður sem fæða á Landspítala ánægðastar með? Allar þessar spurningar voru skoðaðar m.t.t. verkjalyfja- og viðbótarmeðferða og þessir tveir flokkar verkjameðferða bornir saman. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð og þægindaúrtak. Spurningalisti var lagður fyrir mæður á Sængurkvennadeildinni og Hreiðrinu Landspítala á tímabilinu 5. febrúar – 15. mars 2009. Alls fengust 108 gild svör.
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að algengasta verkjameðferðin sem mæðurnar notuðu var bað (59,3%). Utanbastsdeyfing var hins vegar áhrifamesta verkjameðferðin. Mæðurnar í rannsókninni voru á heildina litið ánægðari með viðbótarmeðferðirnar heldur en verkjalyfjameðferðirnar, þó svo að mest ánægja hafi verið með utanbastsdeyfinguna. Mæðurnar voru hins vegar óánægðastar með nitur-oxíð og komu þær niðurstöður mjög á óvart.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Verkjameðferðir í fæðingu_fixed.pdf | 15.29 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |