is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26300

Titill: 
  • Birtingarmyndir neteineltis í hópi áttundu- til tíundubekkinga við þrjá grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Netnotkun hefur aukist á Íslandi síðustu ár. Flest ungmenni, hér á landi, eru með aðgang að neti á heimilum, í snjallsímum eða í skólanum og hafa af því margvíslegt gagn. Um leið eru margar hættur sem netið hefur í för með sér. Umfjöllun um neteinelti er alltaf að aukast og hætturnar virðast leynast víða. Í þessari ritgerð er greint frá rannsókn þar sem markmiðið var að skoða tíðni neteineltis og birtingarmyndir þess meðal nemenda í 8.–10. bekk. Spurningalisti var lagður fyrir 294 ungmenni (132 drengi og 162 stúlkur) í 8.–10. bekk í þremur grunnskólum. Netið og tæknin í kringum það eru í stöðugri þróun og miklu skiptir að rannsóknir á þessu sviði fylgi þeirri þróun. Vonandi er þessi rannsókn hvatning fyrir aðra sem hafa áhuga á málefninu til að halda áfram rannsóknum með það að sjónarmiði að efla fræðslu og bæta samskipti ungmenna á netinu.

Samþykkt: 
  • 31.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26300


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil - Arnar Úlfarsson.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf46.19 kBLokaðurYfirlýsingPDF