is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26302

Titill: 
  • Þekking, leikni og hæfni : grunnur að markvissri heilsurækt eldri aldurshópa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Að lifa lífi sem er ríkt af lífsgæðum er það sem flestir sækjast eftir. Þegar við eldumst eru auknar líkur á minnkandi lífsgæðum þar sem einkenni öldrunar fara að gera vart við sig. Fyrstu einkenni öldrunar eru til að mynda minnkun á sjón, heyrn og hæð. Önnur og alvarlegri einkenni eru rýrnun á beinum og vöðvum sem leiða af sér ýmsa skerðingu. Við öldrun minnkar vöðvakraftur og vöðvaafl sem meðal annars hefur áhrif á hreyfigetu og jafnvægi. Með æskilegri þjálfun má hægja á einkennum öldrunar og viðhalda lífsgæðum til lengri tíma. Helsta markmið verkefnisins er að svara spurningum um hvort þörf sé á fræðsluefni á íslensku fyrir eldri aldurshópa og með hvaða hætti mætti koma til móts við eldri einstaklinga til að auka þekkingu þeirra, leikni og hæfni til líkams- og heilsuræktar. Spurningalisti var sendur til félagasamtaka eldri borgara á fimm stöðum á landinu. Með honum var þörfin fyrir fræðsluefni könnuð ásamt því að kanna mat þátttakenda á eigin þekkingu á líkams- og heilsurækt. Þátttakendur voru frá Selfossi, Egilsstöðum, Akureyri, Bolungarvík og Reykjavík. Drög að fræðsluefni voru unnin í tengslum við þessa rannsókn. Helstu niðurstöður voru þær að þörfin fyrir fræðsluefni á íslensku um líkams- og heilsurækt er til staðar og telja þátttakendur mikinn ávinning af útgáfu slíks efnis. Helstu niðurstöður eftir lestur um æskilega þjálfun þessa aldurshóps voru að fjölþætt þjálfun sem samanstendur af þol-, styrktar-, jafnvægis- og liðleikaþjálfun ber árangur til að auka lífsgæði og hægja á ýmsum neikvæðum einkennum öldrunar. Með því að skoða vel hugtökin þekking, leikni og hæfni og kenningar Bandura sem meðal annars taka á trú á eigin getu er æskilegt að setja upp og gefa út fræðsluefni tengt líkams- og heilsurækt fyrir eldri aldurshópa. Má draga þá ályktun að þörfin fyrir fræðsluefni sé til staðar og gæti verið hagnýtt sem lýðgrundað inngrip fyrir eldri aldurshópa. Lýðgrundað inngrip er inngrip sem hefur áhrif á lýðheilsu og hefur verið sýnt fram á meiri árangur með þeirri nálgun en sértækri íhlutun eða áhættugreiningu.

  • Útdráttur er á ensku

    Knowledge, skills and aptitude. The basis for systematic health care for elderly people. Everyone wishes for a healthy life. As we grow older we are more likely to experience decreasing quality of life as symptoms of ageing begin to affect our lives. The first signs of ageing are changing eye sight, loss of hearing and your height decreases. Other and more serious symptoms of ageing are osteoporosis and muscle weakness which in turn lead to, among other things, less muscular strength and power which can affect one‘s balance and mobility. With the right physical training you can slow down the symptoms of ageing and maintain a better quality of life. The aim of this project is to find out whether there is a need for educational material on physical training and health care for elderly people in Icelandic and how we can increase their knowledge, skill and aptitude in physical training and health care. A questionnaire was sent out to five different associations of senior citizens, in Selfoss, Egilsstaðir, Akureyri, Bolungarvík and Reykjavík. The participants were asked whether they thought there was a lack of educational material for their age group and it also asked about the participants‘ assessment of their own knowledge of physical training and health care. A draft of educational material was made in relation to the research. The main finding of the questionnaire was that there is a need for educational material on physical training and health care for senior citizens in Icelandic and the participants believe that a publication of such material would be beneficial for the elderly. The main finding after reviewing research on desirable physical training for elderly citizens was that multifarious physical training which includes exercises that enhance stamina, strength, balance and agility would increase the quality of life and slow down various negative symptoms of ageing. By examining thoroughly the following concepts, knowledge, skills and aptitude as well as Bandura‘s theory of self efficacy it would be desirable to produce educational material on physical training and health care for elderly people. It can be concluded that there is a need for educational
    material which could be used as a population-based strategy for elderly people. Population-based strategy is a strategy which influences public health and it has proved to be more successful than specific interventions or risk analysis.

Samþykkt: 
  • 31.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26302


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind Elíasdóttir - M.Ed.-lokaverkefni - Þekking leikni og hæfni.pdf989.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing í skemmu.jpg57.01 kBLokaðurYfirlýsingJPG