is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26303

Titill: 
  • Hvernig jólasveinn ert þú?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar er að gefa foreldrum einhverja mynd af því hvernig best sé að kynna jólasveininn fyrir börnum sínum. Hugmyndir um barnauppeldi hafa breyst verulega á síðustu áratugum og frásagnir af Grýlu og jólasveinunum virðast hafa mótast samferða breyttum áherslum í uppeldisaðferðum. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum jólasveinsins í íslensku samfélagi. Í rannsókninni verður greint frá niðurstöðum erlendra rannsókna á þeim áhrifum sem lygin um lifandi jólasvein getur haft á tilfinningalíf barna. Til þess að skoða áhrif jólasveinanna í íslensku samfélagi byggir aðferðafræði hluta rannsóknarinnar á Orðræðugreiningu (e.discourse analysis) sem gerð var á umfjöllun um jólasveininn í íslenskum fjölmiðlum á árunum 1950-2016. Helstu niðurstöður eru þær að börn komast að hinu sanna um jólasveininn í félagslegum samskiptum við jafnaldra. Þau verða svekkt og vonsvikin þegar þau komast að hinu sanna, en það varir í stuttan tíma. Börn draga tilvist jólasveinsins í efa með auknum þroska og hæfni til rökhugsunar við 7- 9 ára aldur, en þrátt fyrir það virðast foreldra halda áfram að tala um hann sem raunverulegan. Neysluhyggja samtímans og hugmyndin um lifandi jólasvein virðast vera helstu þættir þess að sagan hefur lifað gegnum aldirnar. Á íslandi fá börn gjafir frá jólasveinum í þrettán daga sem ætla má að auki líkurnar á að íslensk börn upplifi félagslega mismunum út frá skógjöfum sveinsins.

Samþykkt: 
  • 31.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26303


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Birna_Sigurjonsdottir.pdf529.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
birna_yfirlýsing.pdf125.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF