is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26304

Titill: 
 • ,,Illugi svífur yfir vötnunum" : þættir í faglegri forystu sem leitt gera til árangursríks skólastarfs að mati skólastjórnenda og kennarar í tveimur íslenskum grunnskólum
 • Titill er á ensku ,,Illugi is omnipresence" : professional leadership and factors that may lead to successful schooling in the opinion of managers and teachers in two Icelandic primary schools
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ágrip
  Markmið rannsóknarinnar var að draga upp mynd af þáttum í faglegri forystu stjórnenda sem stuðla að árangursríku skólastarfi að mati skólastjórnenda og kennara í tveimur grunnskólum. Einnig því hvort kyngervi og nýfrjálshyggja hefðu áhrif á árangursríkt skólastarf og þá með hvaða hætti. Rannsóknarspurningarnar eru tvær:

  1. Hvaða þættir í faglegri forystu tveggja íslenskra grunnskóla stuðla að árangursríku skólastarfi að mati stjórnenda og kennara þeirra?
  2. Hvernig tengjast hugmyndir nýfrjálshyggjunnar um árangur í skólastarfi inn í þá umræðu, sem og hugmyndir viðmælenda um kyngervi stjórnenda?

  Rannsóknin er eigindleg tilviksathugun sem byggist á einstaklingsviðtölum, fókushópaviðtölum og vettvangsathugun. Þátttakendur voru fimm stjórnendur og 16 kennarar úr tveimur grunnskólum, Kríuskóla og Þrastarskóla. Allir þátttakendur hafa yfir þriggja ára starfsreynslu í viðkomandi skóla. Til þess að varpa ljósi á rannsóknarspurningarnar var notaður þemaskiptur viðtalsrammi.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að skýr fagleg forysta með áherslu á stefnumörkun til framtíðar er einn lykilþáttur í árangursríku skólastarfi. Einnig er mikilvægt að aðilar innan skólasamfélagsins geti ljáð hugmyndum sínum rödd við gerð stefnumörkunar. Samvinna og jafningjafræðsla hefur jákvæð áhrif á þróun og framgang skólanna. Niðurstaða viðmælenda minna var að kyngervi stjórnenda skipti ekki máli heldur það hvernig faglegri þekkingu, hæfni og samskiptum er háttað og hvernig viðkomandi stýrir skólastarfinu og markar stefnu til framtíðar. Viðmælendur mínir töldu mikilvægt að hafa hlutföll kynjanna jafnari í kennarahópnum og álitu það hafa góð áhrif á samskiptin og skólabraginn. Það sem greindi skólana að var að stjórnendur og kennarar Þrastarskóla voru undir töluvert meira vinnuálagi og hugmyndir nýfrjálshyggjunnar hafa verið að ryðja sér til rúms í sveitarfélaginu með auknum kröfum um innleiðingar á nýjungum og breytingum. Í Kríuskóla virðist aftur á móti vera meira samráð milli skólastjóra og sveitarstjórnar, þannig að meiri sátt ríkti um breytingar og þróun innan skólans.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  ,,Illugi is omnipresence“. Professional leadership and factors that may lead to successful schooling in the opinion of managers and teachers in two Icelandic primary schools
  The purpose of the research is to describe professional leaderskip and the elements which are important for successful management for schools in the view of the managers and teachers. The research was carried out in two primary schools. The research also centerd on how gender and neoliberalism affect the effective operation of the schools. The two research questions are:
  1. What aspects of professional leadership of two Icelandic primary schools contribute to a successful education in the opinion of their managers and teachers?
  2. How are the ideas of neoliberalism regarding performance in effective school managment related to that debate, as well as the ideas of the gender of the leadership/management?
  The study is a qualitative case study based on individual interviews, focus group interviews and participant observation. Participants included five school leaders/managers and 16 teachers from two schools. All participants have over three years of work experience in their respective schools. In order to highlight the research questions, the interviews were thematically structured.
  The results of the study indicate that a transparent professional management, with emphasis towards the future, is one of the key elments in results driven school work. Furthermore the research indicates that it is important that the particpants within the school community have a saying in the school’s policy making. Cooperation and peer education has a positive impact on the development and progress of the schools. The conclusion of the participants that were interviewed was that gender did not matter, but importance was given to how the professional knowledge, competence and cooperation was carried out. The participants considered it important to have an equal ratio between men and women and considered it to have a positive impact on both the school environment and culture of the school. The difference between those two schools was that the managment and the teachers of “Þrastarskóli” had much higher work load and the ideas of neoliberalism have been emerging in the local government with new demands for implementing of innovations and changes. On the other hand in “Kríuskóla” there were more consultations between the principal and the local government which resulted in a greater harmony in regards to changes and developments within the school.

Samþykkt: 
 • 31.10.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26304


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf911.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16-1.pdf47.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF