Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26310
Tilgangur og markmið þessa verkefnis er að kanna hvort munur sé á meðalaldri karla og kvenna í efstu deild í knattspyrnu á Íslandi. Brottfall kvenna í knattspyrnu verður einnig skoðað og hvort kynjum sé mismunað innan íþróttarinnar. Munur á meðalaldri milli kynjanna í efstu deild hefur ekki verið rannsakaður sérstaklega svo vitað sé og því er það áhugavert rannsóknarefni. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð með fyrirliggjandi gögnum þar sem öflun gagna fór fram á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Þar var notast við mótalista frá árinu 1990 til ársins 2015. Valin voru sex ár sem voru 1990, 1995, 2000, 2005, 2010 og 2015 en því næst var aldur hvers og eins leikmanns reiknaður hverju sinni og meðalaldur liða reiknaður út frá því.
Helstu niðurstöður sýna að munur er á meðalaldri kynja í efstu deild á þá vegu að meðalaldur karla er hærri en kvenna. Það er ekki ólíklegt að þessi munur hafi einhver áhrif á brottfall kvenna úr íþróttinni. Stúlkur byrja fyrr en drengir að æfa og spila með meistaraflokki og þær hætta einnig fyrr.
Í framhaldi af þessari könnun væri fróðlegt að skoða hvort munur sé á meðalaldri karla og kvenna í neðri deildum en einnig hvort munur sé á því fjármagni sem rennur til karla og kvenna og ef svo er hvort sá munur hafi áhrif á, ásamt fjölmiðlaumfjöllun, brottfall stúlkna og kvenna úr knattspyrnu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Aldur og brottfall kvenna í knattspyrnu - lokaskil.pdf | 1.12 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing lokaverkefnis.pdf | 207.76 kB | Lokaður | Yfirlýsing |