is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26311

Titill: 
 • Móðurást í skugga fátæktar : af einstæðum mæðrum á jaðri íslensks samfélags
 • Titill er á ensku Maternal love in the shadow of poverty: of socially marginalized single mothers in Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Lífið er saltfiskur, mestmegnis, sagði Salka Valka. Ekki „draumahríngl“. Í draumi hendir okkur að það sem við viljum gerist áreynslulaust en í raunveruleikanum veitist okkur ekkert nema með fyrirhöfn, misjafnlega mikilli þó eftir aðstæðum okkar. Í byrjun árs 2016 héldu rúmlega 11 þúsund einhleypar konur barni sínu eða börnum lögheimili á Íslandi og teljast því vera einstæðar mæður samkvæmt skilgreiningu Hagstofu Íslands. Tölur hennar sýna fjárhagslega erfiða afkomu margra þeirra og aðrar upplýsingar erfiðar félagslegar aðstæður. Í þessari ritgerð greinir höfundur frá niðurstöðum úr eigindlegri rannsókn hans þar sem 10 einstæðar mæður á Íslandi lýsa högum sínum, fjárhagslegri afkomu og félagslegum aðstæðum, en líka „draumahríngli“ sínu sem stundum er um breyttar hjúskaparaðstæður en fremur þó um að viðurkennd verði í verki og virt sú fjölskyldueining sem þær mynda með barni sínu eða börnum. Í sögu þeirra má lesa baráttu fyrir persónulegu sjálfstæði þeirra sjálfra og fyrir þeirri fjölskyldueiningu sem þær reyna við erfiðar aðstæður að mynda með barni sínu eða börnum. Það er flókin saga en rauður þráður hennar eru börnin sem gera líf mæðra sinna vandasamara en ella en eru þeim um leið persónulegur styrkur vegna þeirrar baráttu daglegs lífs sem þær heyja fyrir velferð þeirrar. Sú barátta er iðulega háð við aðstæður og gegn öflum sem hindra eðlilega þátttöku í samfélaginu og stuðla að félagslegri jaðarsetningu. Fjallað verður um þetta efni með vísan í auðmagnskenningar Pierre Bourdieu um misskiptar bjargir einstaklinganna, kenningar Michel Foucault um samband valds og frelsis og tilurð nútímamóðurinnar, rannsóknir Val Gillies á högum mæðra í verkalýðsstétt á Englandi og kenningar Sarah Blaffer Hrdy um útvistun móðurhlutverksins hjá manninum sem tegund. Með því vonast höfundur til þess að náist það markmið að vekja í samfélaginu áhuga og skilning á lífi einstæðra mæðra í efnahagslegum og félagslegum vanda og að vaxa sjálfur sem fag- og fræðimanneskja um þetta efni.
  Lykilorð: Einstæðar mæður, skertar bjargir, jaðarsetning, sjálfstæðisbarátta.

 • Life is salt fish, mostly, said Salka Valka [a character in a novel of Laxness, H.K.]. Not a “dreamy vacillations”. In dream things might happen without effort at our will but in reality, to aquire something, an effort is needed, varying though according to our circumstances. At the beginning of 2016 more than 11 thousand single women held their child or children a lawful domicile in Iceland, thereby being defined as single mothers by Statistics Iceland. Its figures show a poor financial performance of many of them and other information show them in difficult social situations. This paper reports the narratives of 10 of them, where they describe their situation, financial performance and social situations, but also their “dreamy vacillations” which sometimes are about changing marital situations, but always about them being recognized in action and respected as the family unit they try to establish with their child or children. In their narratives can be read struggle for personal independence for themselves and the family unit that they form with their child or children. It is a complex story they tell us but a recurring theme is their children who make their mothers’ life a lot more problematic than it otherwise would be, but who give them personal strength in their struggle of daily life as they fight for their welfare. Their fight is often subject to conditions and against forces that impede their normal participation in society and contribute to their marginalization. Bourdieu’s capital theories about unequally shared resources between individuals, theories of Michel Foucault about the relationship of power and freedom and the creation of the modern mother, Val Gillies’ research on the life of working class mothers in England, Sarah Blaffer’s theories about outsourcing maternity as a praxis of the human species, this helps the author to see the narratives of these 10 women in a wider context, as well as to achieve her goal of raising community interest and understanding of the lives of single mothers in difficult economic and social situations and to grow her self as professional and scholarly person on this topic.
  Key words: Single mothers, reduced resources, marginalization, independency.

Samþykkt: 
 • 31.10.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26311


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Ágústa, MA-ritg pdf.pdf991.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Guðrún Ágústsa.pdf206.34 kBLokaðurYfirlýsingPDF