is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26312

Titill: 
 • Komum sterkari til baka : viðhorf nemenda sem lokið hafa námi við Háskólabrú Keilis og námslegur háskólaundirbúningur þeirra
 • Titill er á ensku We come back stronger : experience of older students who studied at Háskólabrú Keilis and decided to go their own educational way to university.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf einstaklinga sem lokið hafa námi við Verk- og raungreinadeild Háskólabrúar Keilis til eigin námsundirbúnings þar sem sjónum var beint að námsgrunni þátttakenda fyrir komandi háskólanám, námsreynslu þeirra úr framhaldsskóla, upplifun þeirra af náminu við Háskólabrú Keilis, hvers konar háskólanám varð fyrir valinu eftir útskrift frá Háskólabrú Keilis og upplifun þeirra af því námi.
  Viðtöl voru tekin við þrjá háskólanemendur sem lokið hafa námi frá Háskólabrú Keilis og hafið háskólanám í kjölfar þess. Þessir þrír þátttakendur hafa valið hver sína námsleið að útskrift lokinni og stunda ekki nám við sömu háskóla. Skólarnir sem viðmælendur stunda nám í eru Háskóli Íslands, Háskóli Reykjavíkur og Keilir og námsgreinarnar sem þeir leggja stund á eru líffræði, tölvunarfræði og tæknifræði. Þeir einstaklingar sem klára nám við Verk- og raungreinadeild Keilis hafa úr fleiri námsleiðum að velja í háskólanámi heldur en þeir sem velja hinar þrjár námsleiðirnar sem eru í boði hjá Háskólabrú Keilis. Viðmælendur gáfu svipaðar ástæður fyrir því hvers vegna þeir kláruðu ekki framhaldsskóla. Þeir sem hætta í námi ungir flokkast undir að vera brottfallsnemendur þrátt fyrir að snúa aftur í nám eftir námshlé í einhvern tíma. Ástæður fyrir því að viðmælendur hættu í námi á sínum tíma voru áhugaleysi á námi, námserfiðleikar og kvíði.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að upplifun viðmælenda á náminu og námsumhverfinu í Háskólabrú Keilis hafi almennt verið mjög góð. Þrátt fyrir mismunandi námsreynslu þátttakenda í framhaldsskóla þá gátu þeir tekist á við námið við Háskólabrú og töldu það henta vel fullorðnum nemendum. Þó voru skoðanir þeirra á kennslu og kennurum einstakra faga ólíkar. Þátttakendur höfðu misgóðan námsgrunn fyrir námið í Háskólabrú en niðurstöður sýna að þeir telja að námslegur undirbúningur Háskólabrúar Keilis hafi verið góður fyrir það háskólanám sem þeir völdu sér að lokinni útskrift.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of the research was to explore the experience of older students that, after leaving secondary school, went their own educational way to study at university. The research question was "Do university students think that science studies at Keilir is a sufficient preparation for university studies?". The three students that were interviewed have all graduated from the Verk- og raungreinadeild (engineering and natural science programme) at Háskólabrú Keilis to contiune further their university studies. The schools that the participants are studying at are the University of Iceland, University of Reykjavik and Keilir. Those who gratuade from the field of verk- og raungreinadeild (engineering and natural sciences) have more programmes to choose from than those who choose the other three programs that are available at Keilir. Some learning programmes at the University of Iceland demand that students have finished verk- og raungreinadeild (engineering and natural sciences) to have access to special educational programmes at the school. The interviwees had similar reasons why they didn't finish the ordinary high school education at the right time. Those who quit young are called drop-outs, even if they start learning again. The reason why the interviewees dropped out of school is either because they lost interest in their education, had a hard time to learn or anxiety.
  The findings of the research showed that the interviewees felt that studying at Keilir was a good learning experience. Despite the different learning experience of participants in high school, they could deal with the study of Háskólabrú and considered it suitable for adult learners. They had their own different individual views on teachers and teaching approach. They also claim that the preparation at Keilir had been a good foundation to continue the University programmes.

Samþykkt: 
 • 31.10.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26312


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Komum sterkari til baka Guðrún Ósk Gunnlaugsdóttir1.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_guðrún_ósk_gunnlaugsdóttir.pdf36 kBLokaðurYfirlýsingPDF