is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26313

Titill: 
 • Sjálfsmat með Gæðagreinum : leið til lærdómssamfélags
 • Titill er á ensku Self-evaluation with the quality indicators "How good is our school" : a way to professional community
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar rannsóknar er innra mat með sjálfsmatskerfinu Gæðagreinum og ávinningurinn af því fyrir skólastarf. Markmiðið er að rýna í starfshætti skóla sem nota Gæðagreina við innra mat og reyna að átta sig á hvort og þá hvernig starfshættir innra mats með sjálfsmatskerfinu Gæðagreinum geta stutt við og eflt innra starf skóla í átt til lærdómssamfélags. Starfshættir skólanna eru skoðaðir út frá þáttum í skólastarfinu sem taldir eru einkennandi fyrir faglegt lærdómssamfélag. Rannsókninni er ætlað að svara eftirfarandi spurningu: Hver er staða lærdómssamfélags í þeim skólum sem nota Gæðagreina við innra mat, samanborið við aðra skóla? Rannsóknin er megindleg og byggir á niðurstöðum frá átta skólum sem fengnar voru með rafrænum spurningalista. Samanburður við aðra skóla er fenginn með því að bera niðurstöðurnar saman við niðurstöður úr völdum spurningum í rannsókninni Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar. Þátttökuskólarnir í þeirri rannsókn voru tuttugu. Valdir flokkar Matstækis um þróun skólastarfs í anda hugmynda um einstaklingsmiðað nám, lýðræðislegt og nemendamiðað skólastarf og lærdómssamfélag eru notaðir sem greiningartæki í rannsókninni.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að finna megi ýmis einkenni sem talin eru dæmigerð fyrir faglegt lærdómssamfélag í starfsháttum þeirra skóla sem tóku þátt í rannsókninni. Vísbendingar eru um að þeir þættir sem verulega reynir á í sjálfsmatsvinnunni og flokkast sem einkenni faglegs lærdómssamfélags séu sterkari í þátttökuskólunum en almennt gerist. Sjálfsmat með Gæðagreinum og þeir starfshættir sem gert er ráð fyrir í matinu geta, ef vel tekst til, skapað þann grundvöll sem nauðsynlegur er í skólum til að styðja við þróun lærdómssamfélags.

 • Útdráttur er á ensku

  The main subject of this research is self-evaluation with the quality indicators "How good is our school" and the advantages of its usage for schools. The aim of the research was to scrutinize procedures of schools who use the quality indicators "How good is our school" for self-evaluation and try to find out whether and then how the procedures of self-evaluation with the quality indicators "How good is our school" can support and strengthen a school on its way to professional learning community. The framework of the schools are searched for factors which are believed to be known in professional learning communities. The research question is: How is the situation of a learning community in schools who use the quality indicators "How good is our school" in comparison with other schools? The research is quantitative and is based on results from eight schools which were given an electronic questionnarie. The results of this research are compared to other schools by looking at the outcome of selected questions from the research Teaching and learning in Icelandic compulsory schools at the beginning of 21st century. The participating schools in that research are twenty. The quality indicators that are used in this research come from Evaluation indicators for school development and concern individualised learning, learning in democracy and learning communities.
  The results indicate that the procedures of the participating schools have several characteristic features of professional learning communities. Important factors that characterize professional communities are more prevailing in these schools than in other schools. Self-evaluation with „How good is our school“ and their procedures can, if well succeeded, make the neccessary base to support the development of learning communities in schools.

Samþykkt: 
 • 31.10.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26313


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 (1).pdf200.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Sjálfsmat með Gæðagreinum - leið til lærdómssamfélags.pdf900.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna