is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26316

Titill: 
  • Arabísk matargerð : greinargerð með uppskriftahefti ætluðu grunnskólanemum í 8.-10. bekk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Næringarfræðingar mæla með því að nota ferskt hráefni sem mest. Matargerð í Miðausturlöndum snýst um að útbúa máltíð úr sem ferskustu hráefni ásamt ýmsu kryddi og kryddjurtum líkt og hefur tíðkast hjá þeim í gegnum aldirnar. Áhugi á miðausturlenskri matargerð hefur aukist á síðustu árum meðal vestrænna þjóða og ætla má að hluti af því sé vegna þess hversu hollt hráefni er notað. Hummus og pítubrauð er hægt að nálgast víða og á mörgum stöðum þykir sjálfsagður hlutur að hafa þau á borðum. Í Miðausturlöndum heita matarréttirnir yfirleitt sömu nöfnum en hver þjóð gerir síðan réttinn að sínu með einhverjum smá breytingum.

  • Ritgerðin fjallar um menningu og áhrif íslam á mat og fæðuval í Miðausturlöndum. Mikill fjöldi arabískra uppskrifta hefur varðveist í gegnum aldirnar. Í byrjun voru þetta einfaldir réttir sem síðar þróuðust í íburðarmeiri rétti sem eldaðir eru út um allan heim í dag. Flestar arabískar þjóðir eiga sína þjóðarrétti sem jafnframt eru til í öðrum löndum Miðausturlanda en hver þjóð gerir mismunandi útfærslur af sínum rétti. Fjallað verður um nokkrar vinsælar arabískar uppskriftir. Þar sem höfundur er búsettur í Sameinuðu furstadæmunum og hefur því kynnst arabískri matargerð af eign raun, þótti honum tilvalið að skrifa ritgerð um arabíska matargerð. Í viðauka eru uppskriftir sem höfundur telur henta vel fyrir grunnskólanema að útbúa og má nota sem þemaverkefni í heimilisfræðikennslu og þá sérstaklega á unglingastigi.

Samþykkt: 
  • 31.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26316


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arabísk matargerð - Uppskriftahefti.pdf1.17 MBOpinnUppskriftarheftiPDFSkoða/Opna
Arabísk matargerð - Greinargerð.pdf1.16 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16_Helga Sigurðardóttir.pdf268.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF